Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45064
Markmið með þessari ritgerð er að skoða betur stöðu fjármálalæsis á Íslandi og hvort að munur sé á fjármálalæsi eftir lýðfræðilegum breytum. Einnig var kannað hvort Íslendingar væru upplýstir um þá fjárfestingarmöguleika sem þeim bjóðast og áhrif efnahagsumhverfisins á fjárhag sinn. Viðhorf Íslendinga til mikilvægi fjármálalæsis var einnig kannað og kafað dýpra í það hvort Íslendingar hafa fengið fjármálafræðslu og þá hvar þar sem fjármálafræðsla er ekki í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólum. Mikil umræða um hlutabréf og hlutafjárútboð hefur litið dagsins ljós síðustu ár og fannst höfundi áhugavert að skoða hvort að almenningur væri upplýstur um þá fjárfestingarmöguleika sem honum býðst og hvort væri verið að nýta þá.
Gerð var rannsókn samhliða skrifum á þessari ritgerð til að reyna svara þeim spurningum sem höfundur hafði og til þess voru settar fram tvær rannsóknarspurningar sem eru eftirfarandi:
- Er munur á fjármálalæsi eftir aldri, kyni, búsetu, menntun og tekjum?
- Eru Íslendingar upplýstir um þá fjárfestingarmöguleika sem þeim bjóðast og áhrif efnahagsumhverfis á fjárhag þeirra?
Gerð var netkönnun og notast var við hentugleikaúrtak. Það fengust 546 svör og fannst höfundi niðurstöður einstaklega áhugaverðar. Kom helst í ljós að það er nokkur munur á fjármálalæsi eftir kyni og tekjum. Almenningur virtist vera nokkuð vel upplýstur um hvaða fjárfestingarmöguleikar eru í boði en stór hluti er ekki að notast við þá möguleika og telja sig ekki hafa nægt fjármagn eða næga þekkingu til þess.
Höfundur lagði til hugmyndir að úrbótum til að auka fjármálalæsi Íslendinga og reyna koma í veg fyrir þekkingarleysi á fjárfestingarmöguleikum. Leggur höfundur til að frekari rannsóknir á þessu efni verði gerðar og sér hann góða ástæðu til þess. Telur höfundur það vera samfélagslega ábyrgð að stuðla að góðu fjármálalæsi þar sem það er öllum í hag.
The main objective with this thesis is to get a better understanding on the state of financial literacy in Iceland and to see if there is a differance on financial literacy depending on demographic variables. The author also wanted to see if Icelandic people are informed about the investment options available to them and the effect of the economic environment on their finances. Author looked deeper into whether Icelanders have received financial education and where in regards that financial education is not included in the main curriculum of schools. There has been an increased discussion on investments in Iceland and the author thougt it was interesting to examine whether Icelanders were informed about the investment opportunities they can invest in and whether they are using them.
A study was conducted to answer these two research questions:
- Is there a difference in financial literacy according to age, gender, place of residence, education and income?
- Are Icelanders informed about the investment options available to them and the impact of the economic environment on their finances?
An online survey was conducted and convenience sampling was used. There were 546 responses and the author found the results extremely interesting. It became clear that there were some differences in financial literacy according to gender and income. The general public in Iceland seemed to be fairly well informed about the investment options available, but a large part is not using those options and said the reason for that is lack of money and knowledge.
The author proposed ideas for improvements to increase Icelanders financial literacy and suggest further research on this topic and believes it is a social responsibility to promote good financial literacy as it is in everyones favor.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármálalæsi Íslendinga - Veist þú hvaða fjárfestingarmöguleikar standa til boða?.pdf | 1,17 MB | Opinn | Skoða/Opna |