Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45065
Markmið þessa verkefnis var að kanna fylgni ávöxtunar á íslenska hlutabréfamarkaðnum við bandaríska, breska og japanska hlutabréfamarkaði. Reiknaðir voru fylgni stuðlar fyrir tímabilið 2009 til 2022. Jafnframt var kannað hvort íslenskur fjárfestir gæti bætt ávöxtun miðað við áhættu með því að fjárfesta á erlendum mörkuðum. Lagðar voru fram rannsóknarspurningarnar: Er fylgni á milli ávöxtunar íslenskra hlutabréfa annars vegar og bandarískra, breskra og japanskra hlutabréfa hins vegar? Ef fylgni er til staðar hversu mikil er hún? Getur íslenskur fjárfestir bætt ávöxtun miðað við áhættu með erlendri fjárfestingu?
Í verkefninu var fylgni mæld miðað við mánaðar- og ársávöxtun hlutabréfavísitalnanna OMXI10, S&P 500, FTSE 100 og Nikkei 225. Stuðst var við 12 mánaða hlaupandi meðaltal á árunum 2009 til 2022 til að reikna fylgni mánaðarávöxtunar og þróun hennar skoðuð. Gerðar voru greiningar á gögnunum og sett fram línurit. Gögnin bentu til þess að fylgni OMXI10 við erlendu vísitölurnar mælist meiri þegar markaðsáhætta eykst. Mesta fylgnin á tímabilinu mældist á milli OMXI10 og S&P 500 og mældist hún almennt jákvæð með örfáum undantekningum. Athygli vakti að minnsta fylgnin mældist við FTSE 100. Krossfylgni hlutabréfavísitalnanna benti til þess að þær væru allar með mestu fylgnina við S&P 500.
Sharpe hlutfall var reiknað til að meta samband ávöxtunar og áhættu. Hlutfallið var bæði reiknað fyrir hvern markað fyrir sig og fyrir mismunandi samsett eignasöfn. Í öllum tilvikum nema einu var hlutfallið betra fyrir íslenskan fjárfesti þegar bætt var við fjárfestingu á erlendum markaði. Niðurstaðan var sú að íslenskir fjárfestar geta bætt áhættuleiðrétta ávöxtun með því að fjárfesta einnig erlendis þegar tekið er mið af Sharpe hlutfalli.
The aim of this essay was to find out if there is any correlation between returns on the Icelandic stock market and the stock markets in the USA, Britain and Japan. Correlations coefficients for the period 2009 to 2022 were calculated. Another aim was to find out if an Icelandic investor could get better risk adjusted returns by investing in foreign stock markets. Three research questions were given: Is there any correlation between returns of Icelandic stocks and stocks in the USA, Britain and Japan? If they are correlated then how strong is the correlation? Can an Icelandic investor get better risk adjusted returns with foreign investment?
The correlation was measured based on monthly and annual returns for the stock indices OMXI10, S&P 500, FTSE 100 and Nikkei 225. Twelve month moving average of the monthly returns during the period from 2009 to 2022 was used to calculate the correlation and graphs were made to show how it evolved. The data suggested that the correlation between OMXI10 and the foreign stock indices is positive and stronger when there is more market risk. For OMXI10 the strongest correlation measured was with S&P 500 and in general it was positive with very few exceptions.
To evaluate risk adjusted returns Sharpe ratio was calculated for all the markets and different portfolios consisting of domestic and one foreign investment. The result suggested that an Icelandic investor should also invest in foreign markets to get better risk adjusted returns.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fylgni ávöxtunar íslenskra og erlendra hlutabréfa.pdf | 23,52 MB | Opinn | Skoða/Opna |