is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45069

Titill: 
 • Rafrænt seðlabankafé og fjárfestingamarkaðurinn : þóun og samspil milli seðlabankarafeyris, hlutabréfamarkaðar og fjárfestingar á rafmynt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tækninni fleygir stöðugt fram og er greiðslukerfið engin undantekning þar á. Stafræn væðing greiðslumiðlunar hefur farið ört vaxandi og því er afar mikilvægt að stjórnvöld og seðlabankar geti komið til móts við breyttar þarfir samfélagsins. Notkun seðla og mynta fer minnkandi alls staðar í heiminum og á sama tíma eykst notkun rafrænna greiðslumiðla.
  Seðlabankar víðsvegar um heiminn hafa því verið að skoða útgáfu á svokölluðu rafrænu seðlabankafé sem myndi þjóna svipuðum tilgangi og seðlar og mynt gera í dag, nema rafrænt. Þá eru ýmsir hvatar, áskoranir og álitamál sem þarf að hafa í huga við útfærslu á seðlabankarafeyri. Útgáfa þess getur haft áhrif á ýmsa þætti hagkerfisins, þ.á.m. hlutabréfamarkaðinn og markað rafmynta. Að því gefnu er farið yfir grunnþekkingu á starfsemi hlutabréfamarkaðarins og hvað er að baki fjárfestingar á rafmyntamarkaði. Út frá rannsóknum þess efnis verða niðurstöður dregnar saman um möguleg áhrif sem seðlabankarafeyri gæti haft á hagkerfið.
  Miðað við niðurstöður rannsókna liggur fyrir að fjórir seðlabankar þróunarríkja hafa þegar gefið út seðlabanarafeyri sökum skerts aðgengis að fjármálaþjónustu og lélegrar fjárhagslegrar þátttöku. Rannsóknir og þróun eru enn í gangi á meðal seðlabanka þróaðra ríkja þar sem horft er til aðeins annarra þátta heldur en þróunarríki og því ekki jafn mikil neyð fyrir útgáfu. Seðlabankarafeyri mun þá ekki koma algjörlega í stað reiðufjár, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Rannsóknir benda til þess að seðlabankarafeyri gæti mögulega ógnað viðskiptum innlánsstofnana þó það sé ólíklegt. Ef tækni dreifðrar færsluskrár, sem komin er frá rafmyntum, verður fyrir vali tæknilegra innviða seðlabankarafeyris þá gæti það nýst kauphöllum til að bæta skilvirkni hlutabréfamarkaðarins. Að lokum sýndu niðurstöður að á bak við rafmyntir eru engar eiginlegar eignir og þær standa utan alls regluverks, sem veldur því einnig að seðlabankarafeyri verður aldrei eins og rafmyntir.

 • Útdráttur er á ensku

  Technology is constantly becoming more advanced, and the payment system is no exception. The digitalisation of the payment process has been growing rapidly, and therefore extremely important that the governments and central banks can meet changing needs of the society. The use of banknotes and coins is decreasing everywhere in the world, while at the same time usages of electronic means of payment are increasing.
  Central banks around the world have therefore been considering issuing so-called central bank digital currency (CBDC), which would serve a similar purpose as banknotes and coins do today, except electronically. There are various incentives, challenges and issues that need to be considered when implementing CBDC. Its release can affect various aspects of the economy, including the stock market and the cryptocurrency market. Therefore, basic knowledge of stock market operations and what’s behind an investment on cryptocurrency market is reviewed. After the research, conclusions will be summarized about possible effects CBDC could have on the economy.
  Based on research results, there are four central banks of the emerging economies that have already issued CBDC, due to poor access to financial services and poor financial participation. Research and development is ongoing among Central Banks of the developed economies, since there are few different emphasis on the factors considered to those of emerging economies, and therefore not as much need for publication. CBDC will not completely replace cash, at least not to begin with. Research suggests that CBDC could potentially threaten the business of commercial banks, although that’s unlikely. If distributed ledger technology, which originated from the cryptocurrencies, is chosen to be the technical infrastructure of CBDC, it could be used by exchanges to improve efficiency of the stock market. Finally, the results showed that behind cryptocurrencies there are no real assets and they are outside of all regulations, which clears up that CBDC will never be like cryptocurrencies.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_lokaskil_FBE_2023.pdf669.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna