Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45070
Til að finna út hvaða ávinning fólk ber úr býtum við að vinna sjálfstætt þarf að skoða heildarmyndina, hvað fólk fær út úr sjálfstæðri starfsemi, hverju skilar sjálfstæð starfsemi til þeirra sem vinna þannig og er þá bæði litið til fjárhagslegs og annars ávinnings af starfinu. Borgar það sig að vera sjálfstætt starfandi þegar á heildina er litið?
Tilgangur rannsóknarinnar er að fræðast um stöðuna á vinnumarkaði varðandi sjálfstæða starfsemi, rannsaka það og greina hvernig er að vinna sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur. Í því skyni er skoðað hvernig reglur eiga við um slíka starfsemi, tengsl hennar og stöðu á vinnumarkaðinum almennt og ekki síst að greina það hvernig er að vera sjálfstætt starfandi sérfræðingur. Er það starfsemi sem borgar sig? Getur fólk haft nægilega góða afkomu af því að teknu tilliti til allra þátta sem skipta máli? Þessir þættir fela ekki aðeins í sér hvaða greiðsla fæst fyrir, heldur einnig réttindi sem almennt eru á vinnumarkaðinum. Sem dæmi um þau má nefna frítökurétt, orlofsgreiðslur og önnur félagsleg réttindi sem hafa orðið til fyrir launþega á vinnumarkaði eftir þróun sem má rekja allt til upphafs síðustu aldar.
Þar sem áherslan í rannsókninni er helst lögð á Ísland og þar sem nauðsynlegt var að rannsaka efnið með að framkvæma raunverulega rannsókn á þessu viðfangsefni var gerð viðtalsrannsókn hjá hópi sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi og er fjallað um niðurstöðurnar í sérstökum kafla. Í þeim niðurstöðum var helst áberandi hvað viðmælendur báru sig vel og voru sáttir við að vera sjálfstætt starfandi. Sjónarmið varðandi til dæmis heilsu og álag á þá sem starfa sjálfstætt komu lítið fram hjá þeim.
In order to find out what benefits people get from working independently, you have to look at the whole picture, what people get out of independent activities, what independent activities bring to those who work that way, and then both the financial and other benefits of the work are considered. Does being self-employed pay off overall?
The purpose of the research is to learn about the situation in the labor market regarding independent activities, research it and analyze what it is like to work as a self-employed expert. To that end, it examines how rules apply to such activities, their relationship and position on the labor market in gengeral, and not least to analyze what it‘s like to be a self-employed expert. Is it an activity that pays off? Can people have sufficiently good outcome by taking into account all factors that matter. They are not only what payment is received, but also rights that generally exist in the labor market, such as the right to take time off, vacation pay and other social rights that have been created for workers in the labor market following a development that can be traced back to the beginning of the last century.
Since the focus of the research is mainly on Iceland and since it was necessary to research the topic by carrying out an actual study on this subject, an interview study was conducted with a group of self-employed experts in this country and the results are discussed in a separate section. In those results, it was most noticeable that the interviewees seemed well off and were satisfied with being self-employed. For example, health and the pressure on those who work independently did not seem to affect them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Lokaverkefni 11.04.2023.pdf | 732.28 kB | Lokaður til...11.04.2028 | Heildartexti | ||
BS Lokaverkefni - efnisyfirlit 11.04.23.pdf | 1.15 MB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
BS Lokaverkefni - heimildaskrá 11.04.23.pdf | 83.39 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |