is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45072

Titill: 
  • Húsnæðislán og endurfjármögnun : greining á húsnæðislánum einstaklinga og framtíðarlánum þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig húsnæðislán einstaklingar eru með í dag og hvernig húsnæðislán yrðu fyrir valinu ef þeir væru að endurfjármagna. Lögð var áhersla á að kanna hvernig húsnæðislán einstaklingar tækju sem aldrei hafa tekið húsnæðislán áður. Út frá efnahagsaðstæðum í dag og hversu auðvelt það er að nálgast upplýsingar um fjármál og húsnæðislán, þá var áhugavert að rannsaka hvernig húsnæðislán einstaklingar voru með þegar spurningakönnunin var lögð fyrir og hvernig lán yrðu fyrir valinu ef þeir væru að endurfjármagna. Í þessari rannsókn var notast við megindlega rannsóknaraðferð í formi vefkönnunar og var stuðst við sjálfvalið úrtak þar sem 950 einstaklingar tóku þátt. Þessi aðferð var valin sökum þess hversu auðvelt er að ná til margra þátttakenda á stuttum tíma og tilfallandi kostnaður er lítill. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meirihluti þátttakenda hafði tekið húsnæðislán áður, þeir þátttakendur sem höfðu tekið húsnæðislán áður skiptust jafnt á milli þess að hafa endurfjármagnað og ekki. Einnig sýndu niðurstöður að þátttakendur höfðu aðallega verið að endurfjármagna húsnæðislánið sitt í þeim tilgangi að leitast eftir hagstæðari kjörum, flestir voru endurfjármögnun til að lækka vextina og þannig fá betri lánakjör en einnig var ein ástæðan að losa um fé. Í ljós kom að þeir þátttakendur sem höfðu ekki tekið húsnæðislán áður áttu í vandræðum með að safna fyrir útborgun sökum hás leigu- og fasteignaverðs.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to explore how mortgages individuals have today and what kind mortgages they would choose if they were refinancing. Emphasis was placed on looking at how mortgages individuals would take who have never taken a mortgage before. Due to current economic conditions and how easy it is to find information about financing and mortgages, it was interesting to explore the mortgages individuals had when the research was submitted. In this research was quantitiative research used in the form of online survey and was based on a self-selected sample where 950 individuals participated. This method was chosen because of the ease of reaching many participants in a short period of time and incidental costs are low. The result of the research releved that the majority of the participants had taken a mortgage before, the participants who had taken a mortgage before were equally divided between having refinanced and not. The result also showed that the participants had mainly refinanced their mortgage in order to seek favorable terms, Most of them were refinancing to lower the interest rate and to get preferably loan terms but one of the reasons was to loosen money. It turned out that the participants who had not taken a mortgage before had problems saving up for a down payment due to high rental and real estate price.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Húsnæðislán og endurfjármögnun_Sigríður Ásta.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna