Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45073
Það er að koma fram í auknum mæli að fyrirtækjamenning, félagslegur stuðningur og starfsánægja er mikilvægur hluti af frammistöðu fyrirtækja í dag. Í samrunaferlum hefur oft verið litið fram hjá þessum þáttum eða þeir settir á hakann. Partur af félagslegum stuðningi er upplýsingagjöf til starfsmanna frá yfirmönnum um gengi samrunans. Ef ekki er hugað að samruna fyrirtækjamenningar í samrunaferli getur það orðið til þess að hann fari ekki vel og starfsánægja minnkar. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga upplifun starfsmanna Kjarnafæðis og Norðlenska á félagslegum stuðningi bæði frá yfirmönnum og samstarfsmönnum. Einnig starfsánægju þeirra við samruna tveggja starfsstöðva sem starfa á sama svæði og á sama sviði en með ólíkan bakgrunn. Rannsóknarspurningin sem rannsakandi setur fram og mun leitast við að svara er: Hvað hefði mátt gera betur í samrunaferli Kjarnafæðis og Norðlenska og hvernig meta starfsmenn félagslegan stuðning og starfsánægju á þessum viðkvæmu tímum?
Notast var við megindlega aðferðarfræði þar sem lögð var fyrir könnun til starfsmanna sem störfuðu hjá þessum fyrirtækjum þegar samruni átti sér stað.
Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að upplýsingagjöf var ábótavant í gegnum samrunaferlið en þrátt fyrir það mælist starfsánægja þátttakenda há. Starfsmenn upplifa almennt félagslegan stuðning frá yfirmönnum og samstarfsmönnum. Þeim finnst þeir vera hluti af starfsmannahópnum og finnst þeir geta haft áhrif á vinnustaðnum. Þessir þættir ýta undir starfsánægju sem skilar oft aukinni vellíðan í starfi og betri frammistöðu. Starfsmenn eru þá líklegri til að halda áfram að starfa hjá fyrirtækinu.
It is becoming more clear that corporate culture, social support and job satisfaction are an important part of corporate performance today. In a merger process, these factors have been overlooked or put on hold. Part of this is information given to employees by superiors about the progress of the merger. It is becoming clear to managers that if the merger of corporate culture is not considered in the process it can lead to that the merger does not go well and job satisfaction decreases. The aim of this study is to investigate the experience of employees of Kjarnafæði and Norðlenska on social support from superiors and colleagues during the merger. Also how job satisfaction measures in two establishments, that are going through a merger, that work in the same area, in the same field but with different backgrounds. The question that the researcher aimes to answer is: What could have been done better in the merger process of Kjarnafæði and Norðlenska and how do employees rate social support and job satisfaction durnig this sensitive times?
Quantitative methodology was used where a survey was submitted to employees who worked at these companies when the merger took place.
The result of the study indicate that there was a lack of information during the merger process but despite that the job satisfaction of the participants is high and they feel that they can seek help from their superiors and colleagues. Employees generally seem to experience social support from their superiors and colleagues. They feel that they are a part of the employee group and they feel they can influence the workplace. These factors promote job satisfaction, which results in more well-being and better job performance. Employees are then more likely to continue working for the company.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.SvavaBjörk.2023.pdf | 1,82 MB | Lokaður til...11.04.2053 | Heildartexti | ||
Efnisyfirlit.pdf | 121,43 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 85,5 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |