is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45074

Titill: 
  • „Ég var sett með þeim í teymi af ástæðu ... þær eiga að leiðbeina mér í þessu.“ : kvenkyns nýliðar í grunnskólakennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig nýlega brautskráðum kvenkennurum í grunnskóla vegnaði í starfi fyrstu tvö kennsluárin eftir brautskráningu. Ritgerðin er hluti af þessari rannsókn sem ber heitið Kvenkyns nýliðar í grunnskólakennslu. Leitast var eftir að skoða að hvaða leyti reynsla þeirra væri tengd kyni þeirra og að hvaða leyti ekki. Ritgerðin er byggð á fræðilegum skrifum sem snúa annars vegar að leiðsögn nýliða og hins vegar að kyngervi og menntun, einkum stöðu kvenna í kennslu.
    Rannsóknin fór fram á árunum 2021–2023. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn þar sem ellefu kvenkennurum var fylgt eftir í tvö ár. Í þessari ritgerð var fjallað um fjórar af þeim ellefu konum sem tóku þátt; þær kenndu allar á yngsta stigi og miðstigi og sumar höfðu kennt í eitt eða tvö ár áður en rannsóknin hófst. Tekin voru fjögur viðtöl í heildina í rannsókninni við hvern viðmælanda. Ritgerðin er byggð á þremur fyrstu viðtölunum við konurnar fjórar þar sem ritgerðina þurfti að skrifa áður en síðustu viðtölin voru tekin.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að konurnar fjórar fengu óformlega leiðsögn fyrsta starfsárið eftir brautskráningu. Einnig gefa þær til kynna að vinna í teymi, hvort sem um teymiskennslu eða teymisvinnu var að ræða, reyndist góður styðjandi þáttur í að stíga fyrstu skref eftir brautskráningu. Hins vegar fylgja stórir nemendahópar teymum og það olli miklu álagi og það kom í ljós að stuðningur inni í bekkjum hefði mátt vera meiri. Þá kom einnig í ljós að viðmælendur unnu með mjög fáum körlum í kennslunni og þeir karlar sem þær unnu með voru helst stuðningsfulltrúar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is an examination paper for a M.Ed. degree in teacher education at the University of Akureyri. It is a part of a larger study entitled Female Novices in Compulsory School Teaching (Ice.: Kvenkyns nýliðar í grunnskólakennslu). It discusses a study that sought to examine how novice female teachers in compulsory schools in Iceland perform the first two years after graduating. An attempt was made to examine to what extent their experiences were related to their gender, or not. This thesis is based on academic writings that focus on the guidence of novice teachers as well as the position of gender and education, especially the position of women in teaching. The study was carried out from the fall of 2021 through to the spring of 2023. It is a qualitative interview study where eleven female teachers were followed for two years.
    This thesis discusses four of the eleven who participated; they all taught children from the ages of 6–11, some of them had been teaching two years before the study began. A total of four interviews were conducted in the study with each interviewee. This thesis is based on the first three interviews with four women, as the thesis had to be written before the last interviews were conducted.
    The results of the study suggest that the four women received informal guidance during the first year of employment after graduation. They also indicate that working in a team, whether it was team-teaching or teamwork, turned out to be a good support factor in taking the first steps after graduation. However, large groups of students come with any form of team-teaching or teamwork which is a contributing pressure factor, and it became clear that the support of teaching assistants could have been greater. It also turned out that interviewees worked with very few men, and those few were teaching assistants rather than teachers.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 31.07.2024
Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AAE_M.Ed.-ritg_skemman.pdf677,91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna