is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45077

Titill: 
  • Áhrif lesblinduleturs á lestrarhraða og lestrarnákvæmni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að framkvæma rannsókn á notkunargildi lesblindu leturgerðarinnar OpenDyslexic 3 á lestrarhraða og lestrarnákvæmni hjá börnum í grunnskóla með greinda lesblindu. Rannsóknarspurningarnar sem lögðu grunninn að þessari rannsókn voru tvær: „Hefur OpenDyslexic 3 leturgerðin áhrif á lestrarhraða barna á grunnskólaaldri með greinda lesblindu?“ og "Hefur OpenDyslexic 3 leturgerðin áhrif á lestrarnákvæmni barna á grunnskólaaldri með greinda lesblindu?“. Rannsóknin var framkvæmd í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og náðist þátttaka 63.6% nemenda með greinda lesblindu í þeim skóla. Var rannsóknin framkvæmd þannig að þátttakendur lásu sama textann tvisvar í tvær mínútur í senn. Var annar textinn í leturgerðinni Calibri en hinn í OpenDyslexic 3. Niðurstöður lestrar voru svo greindar svo hægt væri að mæla mun á lestrarhraða og lestrarnákvæmni eftir því í hvaða leturgerð textinn var lesin. Að lestri loknum var tekið viðtal við þátttakendur til að fá frekari innsýn inn í upplifun nemenda af lestrinum.
    Verkefnið skiptist í þrjá megin hluta: greinargerð, rannsóknina sem lýst var hér að ofan og greiningu á niðurstöðum. Greinargerðin fer yfir fræðilegan bakgrunn lesblindu, fræðilegan bakgrunn leturgerða almennt og svo fræðilegan bakgrunn sérstakra leturgerða sem hannaðar hafa verið fyrir lesblinda. Niðurstöður rannsóknarinnar voru greindar með sérstaka áherslu á að finna út mun á lestrarhraða og lestrarnákvæmni eftir því hvaða leturgerð var notuð við lestur. Einnig voru breytingar á lestrarhraða og lestrarnákvæmni greindar með tilliti til þeirrar leturgerðar sem notuð var við lestur. Svör þátttakenda við þeim spurningum sem spurðar voru að loknum lestri voru einnig greindar og svörin notuð við mat á tölfræðilegum niðurstöðum. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og sýndu meðal annars skýran jákvæðan mun á fjölda rétt lesinna orða þegar leturgerðin OpenDyslexic 3 var notuð við lestur. Enginn munur fannst á lestrarnákvæmni á milli leturgerða. Áhugaverðar niðurstöður fundust er varða mun á lestrarframmistöðu þátttakanda á fyrri og seinni mínútu lesturs.

  • Útdráttur er á ensku

    The primary goal of this thesis was to conduct a study on the affect special dyslexic typefaces have on reading speed and reading accuracy of primary school aged children with clinically diagnosed dyslexia. The research questions that laid the foundation of the study were two: “Does OpenDyslexic 3 have an impact on the reading speed of primary school aged children with diagnosed dyslexia?” and: “Does OpenDyslexic 3 have an impact on the reading accuracy of primary school aged children with diagnosed dyslexia?”. The study was conducted with cooperation from a primary school in the capital region of Iceland. 63.6% of students with diagnosed dyslexia in the school participated in the study. The study was conducted by having each participant read twice for two minutes each time with a short break in between reading sessions. The same text was used for both reading sessions but the font the text was displayed in was changed between sessions and were the fonts Calibri and OpenDyslexic 3 used. The results of the reading were analyzed to ascertain the impact the different fonts had on reading speed and reading accuracy. After the second reading session a short interview was conducted with each participant to gain further insights into their experience of reading the two fonts.
    The project was split into three main parts: a report on the current state of dyslexic and typeface knowledge with a special focus on dyslexic typefaces, the study that was described above, and the analysis of the results. The results of the study were interesting and showed among other things an improvement in reading speed when OpenDyslexic 3 was used. No difference in reading accuracy was found. Interesting results were observed with regards to the reading performance of participants between the first and second minute and reading.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif lesblinduleturs á lestrarhraða og lestrarnákvæmni.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna