is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45078

Titill: 
 • ,,Ég lendi í þessu vinnu minnar vegna“ : upplifun kennara af ofbeldi af hálfu nemenda í starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ofbeldi er hluti af samfélaginu og birtist einnig í skólakerfinu. Viðfangsefnið, ofbeldi nemenda gagnvart kennurum, er viðkvæmt meðal annars vegna þess að gerendur eru ólögráða einstaklingar. Því er mikilvægt að mæta efninu af yfirvegun og sanngirni með fagmennsku að leiðarljósi.
  Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka fyrirbærið ofbeldi af hálfu nemenda gagnvart kennurum og gefa kennurum tækifæri til að segja hver sín upplifun er af því innan skólakerfisins. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin sex viðtöl við kennara á unglingastigi í fjórum grunnskólum á Norðurlandi eystra.
  Rannsóknarspurningin er: Hver er upplifun kennara af ofbeldi í starfi, af hálfu nemenda? Undirspurningar eru eftirfarandi: Er sameiginlegur skilningur milli kennara á hvað ofbeldi af hálfu nemenda er? Hver er upplifun kennara af samfélagsumræðu um ofbeldi gagnvart kennurum af hálfu nemenda?
  Við greiningu gagna birtust fimm þemu. Skilningur kennara á ofbeldi nemenda er í mótun. Sameiginlegur skilningur er á líkamlegu ofbeldi og að nokkru leyti á andlegu ofbeldi en það er í mótun hvar mörkin liggja. Verndandi afstaða kennara til nemenda lýsir nálgun þeirra í viðtölunum. Kennarar gera greinarmun á hvort ofbeldið beinist að þeim sem fullorðnu fólki sem er að sinna starfi sínu eða þeim sem persónum. Sjálfsöryggi kennara er mikið, þeir telja sig eiga í góðum samskiptum við nemendur, að ofbeldi nemenda á unglingastigi gagnvart þeim sé lítið og tilvikin sem þó verða séu einstök. Samfélagsumræðan skilar sér til kennara og hefur áhrif á skilning þeirra enda séu skólar hluti stærra samfélags. Sýn kennara á viðbúnað í skólum er að skilgreiningar og verkferlar séu til staðar en leysa þurfi úr erfiðum tilvikum með betri hætti.
  Almennt er ofbeldi nemenda gagnvart kennurum á unglingastigi ekki útbreitt vandamál samkvæmt þessari rannsókn. Kennarar upplifa sig örugga og lýsa umhyggju fyrir nemendum sínum. Rannsóknin sýnir tengsl samfélagsumræðu og skilnings kennara á skólastarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  Violence is a part of society and appears in schools. It’s essential to research the subject with professionalism, fairness, and consideration. This study focuses on student violence against teachers, which is a sensitive subject partly because students are not adults.
  The goal of this research is to give teachers a chance to say what their experience is on the matter. Qualitative research method was used, and interviews were taken with six teachers who teach teenagers in elementary schools in the northeast region of Iceland.
  The main research question is: What is a teacher's experience of student violence? Other research questions are: Is there a common understanding among teachers of what student violence is? What is the teacher's experience of society's discussion about student violence against teachers?
  Data analysis revealed five themes. Teachers' understanding of student violence is shaping up: there is a common understanding of physical violence and, to some extent, of psychological violence, but it is shaping where the boundaries lie. Teachers showed a protective attitude toward their students. Teachers differentiate between whether the violence is aimed at them as adults doing their job or at them as persons. Teacher’s self-assurance is high; they believe they have good relationships with their students, that the violence of pupils towards them is low and that the incidents that occur are unique. The society's discussion gets to teachers and affects their understanding, as schools are part of a larger society. Teacher's vision of the school preparedness is that definitions and procedures are in place, but complex cases need to be resolved in a better way.
  According to this study, student violence against teachers in elementary schools is not a widespread problem. Teachers feel safe and care for their students. The research shows the connection between society's discussion and teachers' understanding of schoolwork.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR0230_meistaraprófsritgerð_BerglindJonaThorlaksd.pdf645.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna