Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45079
Fáar rannsóknir eru til um hvernig Íslendingar erlendis kenna börnum sínum íslensku. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða efni og aðferðir foreldrar notuðu til þess að kenna börnum sínum á aldrinum 2–6 ára íslensku og hversu ánægðir þeir voru með það efni. Einnig var skoðað hvaða stuðning foreldrarnir teldu sig þurfa til þess að kenna tungumálið. Spurningalisti var lagður fyrir 180 íslenska foreldra víðsvegar í heiminum sem rannsakandi komst í samband við í gegnum margvíslega hópa fyrir Íslendinga í útlöndum á Facebook. Niðurstöður sýna að foreldrar nota helst samtöl við börnin, lesa bækur og hlusta á tónlist en minna aðrar aðferðir til þess að kenna íslensku þó að mikið magn af efni sé til og aðgengilegt á netinu. Flestir íslenskir foreldrar eru ánægðir með þær bækur og sjónvarpsefni sem þeir hafa aðgang að en finnst ekki auðvelt að finna efni á netinu. Meirihluti þátttakenda vill hafa betra aðgengi að íslensku efni fyrir barnið sitt og einnig að íslensk yfirvöld styðji við íslenskukennslu barna sem búa erlendis. Niðurstöðurnar gefa til kynna að íslenskir foreldrar erlendis nota fáar aðferðir til að kenna íslensku og annaðhvort gera sér ekki grein fyrir hvaða efni er hægt að nota til að kenna börnum sínum tungumálið eða vita ekki hvar eigi að leita að því. Í framhaldinu mætti skoða betur stöðu íslenskukunnáttu hjá íslenskum börnum úti. Einnig mætti búa til námsefni til að kenna íslenskum foreldrum erlendis að bæta íslenskukunnáttu og orðaforða barna sinna eða gera það efni sem til er aðgengilegra.
Little research has been done on how Icelandic parents living abroad teach their children the Icelandic language. The goal of this research was to examine what methods parents use to teach Icelandic to their children, at the age of 2 to 6 years old, and how satisfied they were with those methods. It also examined what support parents thought they needed to teach the language. 180 Icelandic parents around the world were contacted through various groups on Facebook and subsequently participated in a questionnaire. The results show that parents mainly use conversation, read books, and listen to music to teach Icelandic to their children. Other methods are used less even though there is quite a lot of material online and easily accessible. Most Icelandic parents are satisfied with the books and television material that they have access to but have trouble finding educational material online. Most participants want more access to Icelandic material for their children and most of them want the Icelandic government to support teaching Icelandic to children living abroad. The results show that Icelandic parents use few methods to teach Icelandic and either do not realize what materials can be used to teach the language to their children or do not know how to look for it. In the future more research could be done on the status of Icelandic language knowledge in Icelandic children overseas. Also, educational material could be developed for Icelandic parents on how to improve the Icelandic knowledge and vocabulary of their children or make the available material more accessible.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð LK lokaskjal.pdf | 768,06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |