is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45082

Titill: 
 • Af góðum hug koma góð verk : leiðtogahlutverk kennara í upplýsingatækni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tæknin er í stöðugri þróun og hefur skólastarf breyst með tilkomu hennar. Nemendur ganga um með alfræðirit og orðabækur í vasanum í formi snjallsíma og gefur það til kynna að hlutverk kennara verði að leiðbeina nemendum að nýta tæknina á markvissan hátt. Undanfarin ár hefur rannsakandi haft mikinn áhuga á upplýsingatækni og nýtingu hennar í kennslu og hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram í innleiðingu ýmissa forrita.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að aðstoða kennara við að innleiða ýmis konar tækni í kennslu. Markmið rannsóknarinnar er að kynna forrit fyrir kennurum og styðja þá í sinni starfsþróun með því að hjálpa þeim með aðstoð nemenda að innleiða upplýsingatækni í sína kennslu.
  Aðferðafræði starfendarannsókna var notuð til að fylgja ferlinu en hana er gott að nota þegar rannsakandi er að rannsaka eigið starf með því markmiði að efla skilning á starfinu til að bæta starfshætti sína. Þátttakendur voru rannsakandinn þar sem hann rannsakaði hvernig honum tókst til að ná markmiðum rannsóknarinnar, kennarar og nemendur skólans. Rannsóknin fór fram í skóla rannsakanda skólaárið 2022 - 2023 með þeim hætti að rannsakandi kynnti forrit fyrir kennurum, var með vinnustofur og bauð stuðning inn í bekki. Gagnasöfnun var í formi dagbókaskrifa, hljóðritaðra samtala við gagnrýna vini og þátttakendur. Rannsakandinn rýndi í gögnin um leið og þeim var aflað til að ákveða framvindu rannsóknarinnar.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að rannsakanda hafi tekist vel til við að sinna leiðtogahlutverki í upplýsingatækni og fá nemendur til að aðstoða kennara við innleiðingu ýmissa forrita. Þátttakendur lýstu ánægju sinni á hlutverkinu og hægt er að draga þá ályktun út frá viðbrögðum þeirra að það sé þörf á leiðandi forystu í upplýsingatækni í skólum.

 • Útdráttur er á ensku

  Technology is constantly evolving and has changed the nature of teaching with its emergence. Students carry textbooks and dictionaries in their pockets in the form of smartphones, indicating that the role of teachers is to guide students in using technology effectively. In recent years, the researcher has been interested in information technology and its use in teaching and has been unafraid to experiment with various software programs.
  The purpose of this research was to assist teachers in integrating various technologies into their teaching. The goal of the study was to introduce software to teachers and support their professional development by helping them with the help of students, to implement information technology in their teaching.
  The method used in this research was an action-based research methodology, which is useful when investigating one's own work to improve one's practices. Participants included the researcher, who investigated how he achieved the goals of the research, as well as teachers and students at the school. The research was conducted during the researcher's school year 2022-2023, with the researcher introducing software to teachers, conducting workshops, and offering support in the classrooms. Data collection took the form of diary writing, recorded conversations with critical friends, and participation from the participants. The researcher analysed the data as it was collected to determine the progress of the research.
  The main results of the study indicate that the researcher was successful in his role as a leader in information technology and was able to get students to assist teachers in integrating various software programs. Participants expressed satisfaction with the leadership role, and it can be concluded from their reactions that there is a need for leadership in information technology in schools.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_HuldaGudny.pdf964.79 kBOpinnPDFSkoða/Opna