is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45083

Titill: 
  • Meira en orð : myndrænt námsefni sem styður við setningamyndun og málfræði ungra barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að máltaka barna gangi vel fyrir sig og að þau öðlist góðan málþroska. Málþroski felur meðal annars í sér orðaforða, málfræði og setningamyndun. Grunnur að þessum færniþáttum er lagður á leikskólaárunum en þeir eru grunnstoðir læsis. Flest börn ná tökum á þeim án sérstakrar kennslu, en það á því miður ekki við um öll börn. Rannsóknir á málþróun tví- og fjöltyngdra barna sem eru að læra íslensku benda til þess að færni þeirra í íslensku við upphaf grunnskólagöngu sé oft bágborin. Þetta kemur niður á lestrarnámi þeirra og námsgengi. Mörg íslensk börn glíma jafnframt við vanda í máli og læsi sökum raskana eða ónógrar örvunar. Á leikskólaárunum, sem eru næmiskeið máltökunnar, er brýnt að bera kennsl á þessi börn og veita þeim íhlutun við hæfi því snemmtæk íhlutun í máli og læsi getur skipt sköpum varðandi þroska- og námsframvindu þeirra.
    Töluvert er til af íslensku námsefni sem ætlað er til að efla framburð, hljóðkerfisvitund og orðaforða leikskólabarna með ýmsum hætti en námsefni sem styður við setningamyndun og málfræði er enn sem komið er af skornum skammti. Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var því að útbúa námsefni til að efla þessa þætti í máltöku barna. Námsefnið Meira en orð byggir á fræðilegri samantekt um málþroska, hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar, beinnar kennslu, Tákna með tali (TMT) og starfsreynslu höfundar. Námsefnið er ætlað til málíhlutunar hjá þriggja til sex ára börnum, í einstaklings- eða paravinnu þar sem beinni kennslu er beitt samhliða mynda- og táknrænum stuðningi. Tilraunakennsla á námsefninu gaf til kynna þörf fyrir námsefni sem þetta og að það gæti nýst til að mæta þörfum íslenskra og erlendra leikskólabarna sem og erlendra barna á yngsta stigi grunnskóla, sem þurfa íhlutun í íslenskri málfræði og setningauppbyggingu. Að auki getur námsefnið hentað börnum sem hafa þörf fyrir skýran sjón- og táknrænan stuðning og endurtekningu.

  • Útdráttur er á ensku

    It is important that children’s language acquisition goes well and that children acquire good language development. Language development includes, among other things, vocabulary, grammar, and sentence formation. Children acquire these skills that form the foundations of literacy during their preschool years. Most children acquire good language skills whithout special instruction, but unfortunately, this is not the case for all. Research on the language development of bilingual- and multilingual children learning Icelandic indicates that their Iceland language skills at the start of elementary school are not good enough. This affects their reading- and learning progress. Many Icelandic children also struggle with language and literacy due to disorders or insufficient stimulation. During the fundamental preschool years, it is imperative to identify these children and provide them with appropriate intervention. Early intervention in language and literacy can make a big difference in their development.
    There is a considerable amount of Icelandic learning material for preschool children designed to promote pronunciation, phonology, and vocabulary, but material that supports sentence formation and grammar is insufficient. The goal of this project is to prepare learning material to strengthen these aspects of children’s language acquisition. The learning material Meira en orð is based on an academic summary of language development, early intervention philosophies, direct instruction, sign-supported-talk (TMT), and the author’s professional experience. The learning material is intended for speech intervention for three to six year old children, as individuals or in pairs, where direct teaching is used alongside visual and symbolic support. Experimental teaching indicated a need for learning material such as this. The material could be used to meet the needs of Icelandic and non-Icelandic preschool children as well as non-Icelandic children at the youngest level of elementary school. The learning material could also be suitable for children who need clear visual and symbolic support and repetition.

Athugasemdir: 
  • Fylgiefni: Handbók með námsefni : meira en orð, er lokuð til 01.06.2053
Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-lokaverkefni Meira en orð, heildarskjal.pdf710,55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbók með námsefni - Meira en orð.pdf433,73 kBLokaður til...01.06.2053Handbók með námsefniPDF