Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45088
Bakgrunnur: Andlegt ofbeldi er ein tegund ofbeldis sem notuð er til að brjóta einstakling niður sem og sjálfsvirðingu hans. Erfitt getur verið að byrja í sambandi og læra að treysta annarri manneskju eftir að búið er að brjóta traustið.
Tilgangur rannsóknar: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga af því að treysta nýjum maka eftir að hafa verið í andlegu ofbeldissambandi.
Aðferð: Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru 10 talsins sem lýstu reynslu sinni með viðtölum að hafa farið í nýtt samband eftir að hafa verið í andlegu ofbeldissambandi.
Niðurstöður: Einstaklingar sem hafa verið í andlegu ofbeldissambandi áttu erfitt með að treysta nýjum maka og töluðu um að samtal væri mikilvægt. Þátttakendur héldu einnig að andlega ofbeldið komi til með að enda við skilnað eða sambandsslit, en í mörgum tilfellum versnaði það. Ef einstaklingar áttu saman börn voru þau gjarnan notuð sem vopn í samskiptum við fyrrverandi maka og í einhverjum tilfellum verið að eitra fyrir börnunum varðandi hinn aðilann og verið að beita tálmunum. Í ljós kom að skortur er á úrræðum fyrir karlkyns þolendur andlegs ofbeldis þar sem úrræðin eru fremur kynbundin miðað við reynslu karlkyns viðmælenda. Niðurstöðum þessarar rannsóknar er skipt niður í fjögur meginþemu sem eru; „Svo mikið andlegt ofbeldi“, „Hélt að þetta yrði betra við skilnað“, „Leitaði mér aðstoðar“ og „Átak að fara í nýtt samband“.
Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar leiða í ljós að þeir sem hafa verið í andlegu ofbeldissambandi eiga erfitt með að hefja nýtt samband og þá einkum að treysta nýjum maka. Sömuleiðis eru úrræði fremur kynbundin þegar kemur að því að aðstoða karlkyns þolendur.
Background: Emotional abuse is one type of violence that is used to brake an individual down, as well as their self-esteem. It can be hard for an individual to enter a new relationship and put trust in someone else after it has been broken.
Purpose of the study: The purpose of this study was to explore how individuals experience trust in new partners after being in an emotionally abusive relationship.
Method: The qualitative research method of the Vancouver School of Phenomenology was used for this study. There were 10 participants who described their experience of entering into a new relationship after being in an emotionally abusive relationship. This was done through interviews.
Results: Those individuals who had been in an emotionally abusive relationship had difficulty trusting new partners and talked about the importance of conversation in their new relationship. Participants also thought that emotional abuse would end after separation, but in some cases itworsened. If there were children involved they were often used as weapons towards their ex-partner and in some cases the abuser used parental alienation. This study revealed that there are a lack of resources for male victims of emotional abuse as the resources are rather gender-specific, according to the male participants of this study. The results are divided into four main themes which are; „So much emotional abuse“, „Thought it would be better after separation“, „I sought help“ and „Struggle to get into a new relationship“.
Conclusion: The results of this study reveal that those who have been in an emotionally abusive relationship find it difficult to enter a new relationship and, especially, to trust a new partner. Resources are rather gender-specific when it comes to helping male victims.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helena Vignisdóttir - MS.pdf | 930.85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 283.77 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 171.82 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Fylgiskjöl.pdf | 356.95 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |