is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45097

Titill: 
 • „Átakanleg upplifun en þegar upp er staðið stöndum við sterkari" : upplifun heilbrigðisstarfsfólks af umönnun íbúa Súðavíkur eftir snjóflóðin í janúar 1995
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í alvarlegum náttúruhamförum er heilbrigðisstarfsfólk oft kallað út til að sinna fórnarlömbum hamfaranna. Eftir snjóflóð í Súðavík 1995 sköpuðust ófyrirséðar aðstæður sem mögnuðust upp vegna lokaðra samgönguleiða og margra daga óveðurs. Heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði bar hitann og þungann af líkamlegri og andlegri umönnun Súðvíkinga fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í mannskæðu hamförunum og kanna hvort sú lífsreynsla starfsfólksins hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Rannsóknin var eigindleg, notaður var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Alls voru tekin þrettán viðtöl við tíu heilbrigðisstarfsmenn. Rauði þráðurinn í niðurstöðunum var að þetta var erfið lífsreynsla en viðmælendur voru sammála um að þau tækju úr henni bæði faglega og persónulega reynslu. Greind voru aðalþemun vanmáttur, úrvinnsla og vöxtur eftir áföll. Stærsti þátturinn í úrvinnslu viðmælenda eftir atburðinn var að tala við sitt nærsamfélag og þá einna helst sitt samstarfsfólk. Margir hefðbundnir verkferlar innan stofnunarinnar riðluðust þessa daga og skipting starfa eftir deildum máðist að miklu leyti út. Starfsfólk vann þar sem þess var þörf og allir voru tilbúnir að sinna þeim verkum sem þeim voru falin. Eftir að hafa sinnt fólki sem lenti í mannskæðum hamförum, við erfitt og oft átakanlegt vinnuumhverfi, taldi heilbrigðisstarfsfólkið sem rætt var við að það bæri ekki neikvæð sálræn eftirköst. Þvert á móti tók starfsfólkið bæði faglegan og persónulegan þroska úr þessari reynslu og taldi að samtöl og samskipti við samstarfsfólk hafi átt stóran þátt í úrvinnslu atburðarins. Það er mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnanna og forsvarsmenn heilbrigðismála í landinu hafi í huga að skapa starfsumhverfi sem gefur starfsfólki kost á að tengjast og tala saman til að vinna úr erfiðri reynslu eftir áföll og mikið álag.
  Lykilorð: Náttúruhamfarir, snjóflóð, heilbrigðisstarfsfólk, vöxtur eftir áföll, úrvinnsla, vanmáttur, samkenndarsátt, fyrirbærafræði, viðtöl.

 • Útdráttur er á ensku

  When severe natural disasters happen, local healthcare professionals are the first to respond. In the aftermath of an avalanche in Súðavík Iceland in 1995, due to ferocious blizzard for three days following the event, transportation to the region was difficult. Due to these difficulties, health care professionals from the small neighbourhood hospital in Ísafjörður attended to the physical and mental health of the victims for the first three days after the avalanche. The purpose of the study was to gain an insight into the experiences of healthcare professionals who cared for the victims of the fatal disaster and to investigate whether the experience had an impact on their lives and work. This was a qualitative research using the Vancouver-school of phenomenology. One or two interviews were conducted with each of 10 healthcare professionals, a total of 13 interviews. The main results identified that it was a difficult experience but the participants agreed that they took positive professional and personal experience from it. The results were divided into three main themes: Feeling powerless, processing and posttraumatic growth. The results showed that processing the event took place primarily by discussion, especially by talking to colleagues. After caring for people in the aftermath of a deadly disaster, the interviewed healthcare professionals did not report negative psychological consequences, on the contrary they experienced posttraumatic growth. The participants believed that communication with colleagues played a big part in processing the event. It is urgent that healthcare organisations create working environment that gives the staff the opportunity to connect and have peer support to alleviate the psychological impact of working through disasters and other extreme events. Keywords: Natural disasters, avalanches, healthcare professionals, post traumatic growth, processing, powerless, compassion satisfaction, phenomenology, interviews.

Styrktaraðili: 
 • Byggðastofnun
  Vísindasjóður Félags sjúkraþjálfara
Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 08.01.2024
Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf206.99 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf175.9 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf1.5 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Meistaraverkefni Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna