Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45098
Bakgrunnur: Nýlegar rannsóknir sýna að rakaskemmd hús séu algeng vandamál. Húsasótt (e. sick building syndrome, SBS) og óskilgreind einkenni sem tengjast byggingum (e. non-specific building-related symptoms, NBRS) hafa verið tengd við rakaskemmd hús. Gæði innilofts er mikilvægt þar sem fólk ver um 90% af tíma sínum innanhúss. Dæmi um heilsubrest sem tengjast rakaskemmdum húsum eru öndunarfærasýkingar, einkenni frá taugakerfi, húð og slímhúð og svefnleysi. Orsakasamhengi er þó óljóst og frekari rannsókna er þörf.
Tilgangur: Að kanna reynslu fólks af heilkenni og sálfélagslegri líðan tengdum rakaskemmdum húsum.
Aðferð: Tólf djúpviðtöl voru tekin þar sem stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsramma. Gögn voru greind í þemu samkvæmt Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði.
Niðurstöður: Yfirþemað var „Enginn kom auga á heildarmyndina“. Þátttakendur upplifðu upphaf veikinda sem kúvendingu og óljósa. Líkamleg og sálfélagsleg líðan þátttakenda varð ekki aðeins fyrir áhrifum af einkennum heilkennisins heldur einnig af skorti á greiningu og meðferð, litlum sem engum skilningi frá heilbrigðiskerfinu, vinnufélögum og fjölskyldu sem og neikvæðum áhrifum á fjárhag. Þátttakendur fundu fyrir einkennum víða, sumir jafnvel á heimilum sínum. Algjör breyting á lífi þátttakenda varð í kjölfarið.
Ályktanir: Birtingarmynd heilkennisins er margþætt en sjá má eftir á, ákveðna vegferð birtast í óskýra veikindaferlinu. Niðurstöður veita innsýn í erfiða og flókna tilveru þeirra sem glíma við heilkennið sem er jafnframt að hluta til ósýnilegt og óáþreifanlegt. Það vantar markvissa greiningu, meðferð, þekkingu, skilning, stuðning og fjárhagslegan stuðning fyrir þennan hóp. Þar sem helkennið getur verið breytilegt þarf heilbrigðisstarfsfólk að leggja áherslu á að veita stuðning og sýna skilning með virkri hlustun og virðingu og aðstoða skjólstæðinga sína þar sem þeir er staddir hverju sinni.
Lykilorð: Húsasótt, rakaskemmd hús, veikindi, sálfélagsleg líðan, mygla, loftgæði, inniloft, eigindleg rannsókn, fyrirbærafræði, Vancouver-skólinn
Background: Recent surveys suggest that water-damage in buildings is a common problem and have been linked to sick building syndrome (SBS) and non-specific building-related symptoms (NBRS). For most people about 90% of our time is spent indoors, therefore, indoor air quality is essential. Health problems associated with water-damaged houses include respiratory tract infections, eye irritation, nasal congestion, fatigue, symptoms from the nervous system, skin problems and insomnia. However, the causation is unclear and further research is needed.
Aim: To explore individuals‘ experiences from symptoms and psychosocial well-being related to water-damaged houses.
Methods: Twelve in-depth interviews using a semi-structured interview frame with nine participants were conducted. The Vancouver-school of Doing Phenomenology was used for identifying emerging themes.
Results: The participants’ experiences are captured by the overarching theme: „No one grasped the big picture“. The onset of the participants‘ symptoms were diffuse and imposed major changes for their health. Participants‘ physical and psychosocial well-being was affected not only by the symptoms caused by the syndrome but also by the lack of a diagnosis and treatment, little or no understanding from the healthcare system, work colleagues and family and the negative impact on finances. The participants experienced the symptoms in many places, some even in their homes. There was a complete change in life as a result.
Conclusions: The manifestation of the syndrome is multi-faceted but becomes more apparent with time. The results provide insight into the difficulties that a person with the syndrome must deal with, which are at the same time partially invisible and intangible. There is a need of diagnosis, treatment, knowledge, understanding, psychosocial and financial support for this group. Healthcare professionals need to focus on providing support and understanding through active listening and respect and help their clients where they are at each time as the syndrome can be changeable.
Keywords: Sick building syndrome (SBS), water-damaged houses (WDH), sickness, psychosocial well-being, mold, indoor air quality (IAQ), qualitative research, phenomenology, The Vancouver-school
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS verkefni Sonju B. Guðnadóttur - V23.pdf | 1.01 MB | Opinn | Skoða/Opna |