is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45099

Titill: 
  • Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert : reynsla einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðiskerfisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Algengi offitu hefur aukist mikið á undanförnum árum. Tæplega 27% Íslendinga voru með offitu árið 2017. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að einstaklingar með offitu séu viðkvæmir og kvarti yfir að fá ekki alltaf fullnægjandi þjónustu. Lítið er vitað um reynslu einstaklinga með offitu á Íslandi af notkun heilbrigðis-þjónustunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðisþjónustunnar og hvernig þjónustu þeir kjósa að fá.
    Aðferðafræði: Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við 18 íslenska einstaklinga með offitu um reynslu þeirra af notkun heilbrigðis-þjónustunnar. Viðtölin voru greind með eigindlegri aðleiðandi innihaldsgreiningu.
    Niðurstöður: Yfirþemað Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert er lýsandi fyrir reynslu einstaklinganna og hvernig þjónustu þeir kjósa að fá. Allir þátttakendur höfðu upplifað bæði jákvæða og neikvæða þjónustu. Þemun voru þrjú: Aðgát skal höfð í nærveru sálar sem lýsti framkomu heilbrigðisstarfsmanna við einstaklinga með offitu. Hlustun skipti gríðarlegu máli. Heilbrigðisþjónusta sem grípur alla þar sem rætt var um heilbrigðisþjónustuna og búnaðinn. Og Að horfast í augu við eigin styrkleika og takmarkanir sem lýsti áhrifunum frá einstaklingunum sjálfum sem eru viðkvæmir og þurfa líka að taka þátt í eigin meðferð.
    Ályktun: Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn að vanda sig og sýna nærgætni í samskiptum sínum við einstaklinga með offitu. Lykilatriðið er að hlustað sé á þessa skjólstæðinga. Einstaklingar með offitu eru viðkvæmir og þeirra eigin viðhorf og líðan gera þá næmari fyrir neikvæðri upplifun af heilbrigðisþjónustu.
    Lykilorð: Offita, eigindleg rannsókn, upplifun skjólstæðinga, heilbrigðisþjónusta, viðhorf heilbrigðisstarfsmanna

  • Útdráttur er á ensku

    Aim: The prevalence of obesity has increased in recent years. In 2017, almost 27% of Icelanders were obese. Studies indicate that individuals with obesity are vulnerable and complain that they don't always receive adequate services. There is little information about the personal experience obese individuals in Iceland have of the health care system and the type of service they wish to receive. The study aimed to deepen understanding and increase knowledge of their experience. Method: Four focus-group-interviews were conducted with 18 obese Icelandic individuals about their experience using the health care system. The interviews were analyzed using qualitative inductive content analysis. Results: The overarching theme, It's normal to talk about Obesity, but it matters how it's done, is descriptive of the individuals' experiences and how they would prefer to be treated. All participants had positive and negative experiences. There were three themes, each with two sub-themes. Treat individuals with dignity and respect, which described the behavior and attitude of health professionals towards obese individuals. Active listening was extremely important. Health care that treats everyone equally where the health care and the equipment were discussed. And finally, Facing Your Own Strengths and Limitations which described the personal impact of the patient iv on their own treatment. Obese individuals are vulnerable, but they also feel the need to contribute to their own treatment. Conclusions: The participants felt it was normal to talk about obesity, but at the same time important for healthcare professionals to be thoughtful and show discretion. People with obesity want to be heard and want the service and the equipment to be adequate for everyone, regardless of their size. Individual attitudes and the well-being of the participants also influenced their experience of available health service.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 01.05.2026
Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UG_það er eðlilegt að tala um offitu en_Skemman.pdf1,37 MBLokaður til...01.05.2026PDF