en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45101

Title: 
 • Title is in Icelandic Afleiðingar ofbeldis í nánum samböndum : er tekið tillit til afleiðinga þegar ákveða á fjárhæð miskabóta?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsókn þessi athugar hvort tekið sé tillit til afleiðinga þegar ákveða á fjárhæð miskabóta vegna afleiðinga ofbeldis í nánum samböndum eftir að ákvæðið 218. gr. b var lögfest með lögum nr. 23/2016 um breytingu á almennu hegningarlögum, nr. 19/1940. Ákvæðið tekur heildstætt á ofbeldi í nánum samböndum, hvort sem um ræðir núverandi eða fyrrverandi maka, foreldri, systkini eða aðra nákomna aðila, bæði utan sem innan veggja heimilisins. Við gerð gagnasafnsins voru allir dómar héraðsdómstóla þar sem sakfellt var fyrir brot gegn 218. gr. b rýndir. Um er að ræða 93 dóma, en brotaþolar voru 142 talsins. Dómarnir voru rýndir eftir fyrirfram ákveðnum breytum og notast var við lýsandi tölfræði þegar unnið var úr gögnunum. Niðurstöður sýndu fram á að meirihluti brotaþola voru konur (52,8%) og börn (41,6%) en aðeins 5,6% brotaþola voru karlar. Í samræmi við fyrri rannsóknir var meirihluti gerenda karlar eða 88,2%. Hátt hlutfall (41,3%) gerenda voru foreldrar barna sem voru brotaþolar og 38,5% geranda voru í hjónabandi eða ástarsambandi við brotaþola. Skráðar voru afleiðingar brotaþola og sýndu niðurstöður að algengast var að brotaþoli var með líkamlega áverka (32,5%) og andlega kvilla (22,8%). Þegar skoðað var hvers kyns afleiðingar voru teknar fram hjá hverjum brotaþola má sjá að meirihluti dómanna innihélt skráningu af einni upp í þrjár tegundir afleiðinga hjá þeim sem fengu miskabætur. Þrátt fyrir rétt brotaþola til að krefjast bóta voru 63 sem ekki fóru fram á miskabætur (44,4%) en þar af var 21 barn. Niðurstöður benda til að fjöldi mismunandi afleiðinga og alvarleiki hafi ekki mikil áhrif á fjárupphæð miskabóta sem dæmdar eru brotaþolum í þessum málaflokki.
  Lykilorð: ofbeldi í nánum samböndum, afleiðingar, miskabætur, almenn hegningarlög 19/1940

 • This study examines whether the consequences are taken into account when determining the amount of compensation for domestic violence under section 218(b) of the penal code in Iceland, which came out in April 2016. The provision comprehensively covers domestic violence, whether it concerns current or former spouses, parents, siblings, or other close relatives both inside and outside the household. In creating the database, all the convictions for Article 218(b) in district courts were included, and there were a total of 93 convictions with 142 victims. The sentences were analyzed according to predetermined variables, and descriptive statistics were used when working with the data. The results showed that the majority of the victims were women (52.8%) and children (41.6%), while only 5.6% of the victims were men. In line with previous research, the majority of the perpetrators were men or 88.2%. A high proportion (41.3%) of the perpetrators were parents of the children who were victims, and 38.5% of the perpetrators were in a marital or romantic relationship with the victim. The consequences for the victims were recorded, and the results showed that the most common consequences were physical injuries (32.5%) and mental distress (22.8%). When looking at how many consequences were reported for each victim, it can be seen that the majority of the convictions included reporting of one to three consequences for those who received compensation. Despite the right of victims to claim compensation, 63 did not demand compensation (44.4%), of which 21 were children.The results indicate that the number and severity of consequences do not have a significant impact on the amount of compensation awarded to victims in this category of cases.
  Keywords: intimate partner violence, domestic violence, consequences, compensation, public
  enclosure acts 19/1940

Accepted: 
 • Jun 12, 2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45101


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Afleiðingar-ofbeldis-í-nánum-samböndum-BA-Lokaverkefni.pdf515.38 kBOpenComplete TextPDFView/Open