Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45102
Þekkingarfræðilegri forvitni (e. epistemic curiosity) er hægt að skipta niður í áhugadrifna forvitni annars vegar og skortsdrifna forvitni hins vegar. Áhugadrifin forvitni lýsir einlægri löngun einstaklingsins til þess að afla sér nýrrar þekkingar. Á hinn bóginn er skortsdrifin forvitni knúin áfram af þeirri óþægindatilfinningu sem fylgir því að vita ekki eitthvað. Þekkingarfræðileg forvitni barna hefur hingað til ekki verið rannsökuð í þaula. Við mældum áhugadrifna og skortsdrifna forvitni þriggja til sex ára barna í tveimur löndum. Tyrklandi (n = 104) og Bandaríkjunum (n =157). Notast var við The Interest/Deprivation-Young Children Scale kvarðann til að mæla forvitni barna. Niðurstöðurnar voru bornar saman við mælingar á forvitni foreldra þeirra. Forvitni foreldra var mæld með notkun The Five-Dimensional Curiosity Scale kvarðans. Bæði áhugadrifin og skortsdrifin forvitni barna höfðu marktæka jákvæða fylgni við gleðiríka athugun (e. Joyous Exploration) foreldra. Ekki var marktækur munur á forvitni barna milli landa. Áhugadrifin forvitni mældist hærri en skortsdrifin forvitni hjá börnunum sem er í samræmi við rannsóknir á fullorðnum. Enginn munur mældist eftir kyni. Til að draga þetta saman gefa niðurstöður okkar til kynna að þekkingarfræðileg forvitni barna hefur fylgni við forvitni foreldra þeirra. Kyn hefur ekki áhrif á þekkingarfræðilega forvitni svona ungra barna. Rannsóknir benda þó til að kyn gæti byrjað að hafa áhrif seinna á æviskeiðinu.
Trait-like epistemic curiosity can be divided into Interest-type and Deprivation-type. InterestType refers to a curiosity driven by one’s sincere longing for more information. On the other hand, Deprivation-Type curiosity is driven by the unwell feeling of not knowing. Children’s epistemic curiosity has hitherto not been studied deeply. We measured young children’s (3-6 years old) Interest/Deprivation-Type curiosity in two cultural contexts, Turkey (n = 104) and the US (n =157). To measure children's epistemic curiosity, we utilized the Interest/Deprivation-Young Children scale and compared their scores to those of their parents. Parents’ curiosity was measured on The Five-Dimensional Curiosity Scale. Children’s InterestType and Deprivation-Type curiosity correlated positively with parents’ Joyous Exploration. Children showed higher Interest-type curiosity than Deprivation-Type which is consistent with adults' patterns of curiosity. There was no difference in gender. Together, these findings indicate that a child’s epistemic curiosity is correlated with that of their parent. Furthermore, country does not affect children’s epistemic curiosity. Finally, gender does not impact epistemic curiosity in such young children. However, there is evidence that gender starts to influence epistemic curiosity in adolescence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Interest-Type and Deprivation-Type Epistemic Curiosity in Young Children and its Relationship with Parents' Curiosity - A Comparison Between Turkey and the US.pdf | 680.99 kB | Lokaður til...12.01.2079 | Heildartexti |