is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45104

Titill: 
  • Titill er á ensku Activity levels and SAD : does exercise correlate with experience of seasonal mood fluctuations?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skammdegisþunglyndi er árstíðabundið þunglyndi sem gerir vart við sig árlega alltaf á sömu mánuðunum. Hreyfing hefur oft verið notað sem hjálpartæki við þunglyndi og minnka oft einkennin ef einhverskonar hreyfing er stunduð. Markmið þessa verkefnis var að sjá hvort að það væri samband á milli stiga úr spurningalista tengdum almennri árstíðabundinni sveiflu (General Seasonality Score, GSS), en það er SPAQ og hreyfingu, sem mæld var með alþjóðlegum spurningarlista um hreyfingu (IPAQ).
    Rannsóknin byggir á gögnum úr tveimur rannsóknum “The EPIC SAD study” og “The SAD Food study”. Þátttakendur voru safnaðir saman á ýmsa vegu, eins og í gegnum símtöl eða með hjálp samfélagsmiðla eins og Facebook. Notast var við Spearman's correlation til þess að skoða samband á milli GSS og hreyfingar og var það gert í gegnum forritið SPSS.
    Úrtakið fyrir rannsóknina voru 329 þátttakendur, 266 konur og 65 karlar. Niðurstöður sýndu að öll fylgni milli hreyfingar og GSS-stiga var veik og ómarktæk, en það fanst fylgni milli daga og mínútna sem varið var í miðlungs erfiða hreyfingu og GSS-stiga með p=.09. Báðar breyturnar voru neikvæðar með rho= -0.09, sem gefur til kynna að því meira sem þátttakendur studnuðu miðlungs erfiða hreyfingu, því lægri voru GSS-stigin. Þegar aldur var borinn saman við GSS- stiga sýndu niðurstöður veika, marktæka fylgni með rho= -0,34 og p= <.001, sem gefur til kynna að því eldri sem þátttakendur voru, því lægra var GSS-stigið. Niðurstöður sýndu einnig að karlar eyði meiri tíma í hreyfingu en konur með p=.026.
    Að lokum, þó svo að niðurstöður okkar sýndu lítið samband, þá mælum við eindreigið með að fólk eyði tíma í einhversskonar hreyfingu, þar sem hreyfing er góð leið að heilbrygðum.
    Lykilhugtök: árstíðabundin tilfinningaröskun, skammdegisþunglyndi, árstíðarsveifla, hreyfing, SPAQ, IPAQ-SF, GSS

  • Útdráttur er á ensku

    Seasonal affective disorder is a form of depression that manifests itself every year, always during the same months. Exercise has often been used as an aid for treating depression, as it has been shown to reduce its symptoms. The aim of this project was to see if there was a relationship between the General Seasonality Score (GSS), collected using the Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ), and physical activity, which was measured by the International Physical Activity Questionnaire (IPAQ).
    The current research is based on the data collected in two studies, “The EPIC SAD study” and “The SAD Food study”. Participants were gathered in various ways, such as through phone calls or with the help of social media like Facebook. Spearman's correlation in SPSS was used to analyse the data.
    The sample size for the current study was 329 participants, 266 women and 65 men. Our results showed that all the correlations between physical activity and the GSS score are weak and insignificant, but there was a statictical trend to be found in the correlation between days and minutes spent doing moderated physical activity and the GSS score with p=.09. Both correlated negatively with rho= -0.09, indicating that the more the participants engaged in moderate activity the lower the GSS score was. Comparing age to the GSS score, results showed a significant negative correlation with rho= -0.34 and p= <.001, indicating the older the participants were the lower the GSS score was. Our results also showed that men spent more time engaging in physical activity with p=.026.
    In conclusion, even though the results of the present study did not indicate that exercise had a significant relation to the GSS score, it is recommendable to engage in exercising as it has many other positive effects on health.
    Keywords: seasonal affective disorder, seasonal depression, seasonality, physical activity exercise, SPAQ, IPAQ-SF, GSS

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK-BA-Lokaritgerð-Activity-Levels-and-SAD-ADVBEMB.pdf522.72 kBOpinnPDFSkoða/Opna