Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45109
Ritgerð okkar er lokaverkefni til BA-prófs í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar fjallar um verkefnið Listir, hugarefling og vellíðan: Hittumst á safninu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og er meðferð án lyfja fyrir sjúklinga með Alzheimer sjúkdóminn.
Verkefnið felst í því að íslensk söfn taka á móti hópum frá dagþjálfunum af fólki sem hefur greinst með Alzheimer eða aðra heilabilunarsjúkdóma. Í heimsókninni á safnið er list og menningararfur nýttur til að virkja einstaklingana í tjáningu og samskiptum í gegnum tilfinningaminnið og hugmyndaflugið.
Við mælum tvö atriði - annars vegar reynslu fræðslufulltrúanna og
umönnunaraðilanna á verkefninu og hins vegar líðan einstaklinganna sem eru með Alzheimer og tóku þátt í verkefninu, en það gerum við í gegnum umönnunaraðila þeirra. Spurningalistar voru sendir til fræðslufulltrúa listasafnanna og einnig til umönnunaraðila sjúklinga með Alzheimer sem sinna hversdagslegum þörfum þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að skoða
upplifun af verkefninu frá sjónarhornum þessara fagaðila, mögulegum framförum notendanna og jafnvel til að varpa ljósi á ný sjónarhorn um meðferðina.
Við leitumst við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hafði meðferðin á sjúklinga að mati starfsfólks? Hvernig var reynsla fræðslufulltrúa listasafnanna af því að starfa við verkefnið. Þrátt fyrir umtalsverðar rannsóknir um heim allan hefur ekki fundist lyf eða lækning við Alzheimer sjúkdómnum en miklar vonir eru bundnar við ný lyf
sem reiknað er með að komi á markað von bráðar.
Our thesis is a final project for a Bachelor´s degree in psychology at the University of Akureyri. The essay is about a project called Listir, hugarefling og vellíðan: Hittumst á safninu which has been operating since 2015 and is a non pharmacological treatment for patient with Alzheimer diseases. The project consists of Icelandic museums opening their doors for groups of people that are diagnosed with Alzheimer’s or other dementia diseases and come from a day training center. During the visit to the museum, art and cultural heritage are used to engage individuals in expression and communication through emotions and imagination. We measure two things – first, the experience of the education representatives and caregivers on the project and secondly, the well-being of the people with Alzheimer's who participated in the project, and we do this through their caregivers. Questionnaires were sent to the educational representatives of the art museums and also to the caregivers of patients with Alzheimer's who attend to their daily needs. The aim of this study is to examine the experience of the project from the perspectives of these professionals, the possible improvements of the patients with dementia and even to shed light on new perspectives on the treatment. We seek to answer the following research questions: In the opinion of their carers, what was the impact of the treatment on the patients? What was the experience of the education representatives of the art museums working on the project? Despite considerable research around the world, no drug or cure for Alzheimer's disease has been found, but there are high hopes for a new drugs that is expected to be on the market soon.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að auka lífsgæði sjúklinga með Alzheimer_lokaskil.pdf | 521.66 kB | Opinn | Skoða/Opna |