is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45115

Titill: 
  • Diet and anxiety : the links between diet and anxiety
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sambandið milli mataræðis og kvíða er flókið, en fjöldi rannsókna bendir til mikilvægi mataræðis þegar kemur að andlegri heilsu. Í þessari rannsókn eru skoðuð tengsl milli mismunandi fæðuþátta og kvíða. Mismunandi tegundir matar og drykkja ásamt daglegri neyslu á koffíni voru skoðuð í sambandi við kvíða. Gögn voru tekin frá SAD Food rannsókninni sem 336 Íslendingar tóku þátt í. Notast var við kvarða fyrir þunglyndi, kvíða og streitu (DASS-21), fæðutíðnisspurningalista (FFQ) og þrjár spurningar úr skimunarprófi fyrir áfengissýki (AUDIT). Helstu niðurstöður leggja til þess að meiri neysla á ávöxtum og berjum sé tengd minni kvíða, en lítil neikvæð fylgni var á milli þessara þátta (p=.001). Neysla á frönskum eða steiktum kartöflum (p=<.001), drykkjum með gervisætuefnum (p=<.001) og dökkum kóladrykkjum (p=<.001) var að litlu leyti tengd auknum kvíða. Smávægilegur munur var á þeim sem fylgdu ráðleggingum embætti landlæknis um mataræði og þeim sem gerðu það ekki þegar kom að neyslu ávaxta, berja og mjólkurvara (p=.007). Minni kvíðaeinkenni mældust hjá þeim sem fylgdu ráðleggingunum. Ekkert samband fannst á milli kvíða og neyslu á koffíni eða áfengi. Þessi rannsókn gefur einhverjar vísbendingar um samband mataræðis og kvíða. Það gæti verið ráðlegt fyrir þá sem eru í hættu á að þróa með sér kvíðaröskun að gera ákveðnar breytingar á mataræði sínu.
    Lykilhugtök: Kvíði, mataræði, næring, ávextir, sætuefni, koffín, alkóhól.

  • Útdráttur er á ensku

    The relationship between diet and anxiety is complicated, but a wealth of evidence suggests that diet is important for mental health. In this study, the relationships between different dietary factors and anxiety were examined. The dietary factors involved various types of foods, caffeine amounts, and different types of drinks like sodas and alcohol. Data from the SAD Food study, which included 336 Icelandic participants, was used. The scales used were the Depression Anxiety Stress Scale (DASS-21), the Food Frequency Questionnaire (FFQ), and three questions from the Alcohol Use Disorders Identification Test (AUDIT). Caffeine consumption was also assessed. The main findings were that the consumption of fruits and berries was slightly negatively correlated with anxiety (p=.001). The consumption of french fries/fried potatoes (p=<.001), artificially sweetened drinks (p=<.001), and dark cola drinks (p=<.001) was positively correlated with anxiety to a small degree. There were small differences in anxiety levels between individuals who followed the dietary recommendations of the Icelandic Directorate of Health (IDH) and the ones who did not when it come to fruits and dairy (p=.007). Lower anxiety scores were observed for those following the IDH's recommendations. No relationship was found between daily caffeine consumption and anxiety, and no relationship was found between anxiety and alcohol consumption. This study provides some evidence for the relationship between diet and anxiety. For those at risk for anxiety disorders, certain dietary changes may be advisable.
    Keywords: Anxiety, diet, nutrition, fruits, artificial sweeteners, caffeine, alcohol.

Samþykkt: 
  • 12.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diet and Anxiety - Ásta B. Jónsdóttir.pdf430,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna