is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45117

Titill: 
 • Titill er á ensku Quality of sleep among the general population in North Iceland : the role of physical activity and sedentary behaviors
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrri rannsóknir benda til þess að það sé hægt að hafa áhrif á svefnlengd og gæði með því að hreyfa sig reglulega. Þegar eru þjóðir farnar að bæta inn leiðbeiningum um ráðlagða kyrrsetu.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða svefngæði og svefnlengd, kyrrsetu og hreyfingu, og hvort kyrrseta og hreyfing hafi áhrif á svefngæði. Einnig var skoðað hvort munur væri á milli kynja og aldurshópa.
  Aðferðin byggðist á að skoða þátttakendur í rannsókn á Norðausturlandi (n=217) á aldrinum 20-45 ára. Þátttakendur voru spurðir út í svefnlengd, hversu mörgum klukkustundum þeir eyða í kyrrsetu á dag og í hversu langan tíma þeir stunda hreyfingu á dag. Mælitækið Insomnia Severity Index (ISI) var notað til að mæla svefngæði.
  Niðurstöðurnar sýndu að það var ekki marktækur munur milli kynja í svefnlengd, né á svefngæðum, það var ekki munur á milli aldurshópana tveggja, 38% karla og 33% kvenna sofa minna en ráðlagðan sjö klukkustunda svefn á nóttunni. Ekki var marktækur munur á milli kynja og aldurshópa á hreyfingu eða lengd kyrrsetu. Einungis helmingur þátttakenda nær 30 mín hreyfiviðmiðum daglega og um 41% af þátttakendum eru í kyrrsetu umfram 7 klst á dag. Niðurstöðurnar á milli samsettra hópa á lengd kyrrsetu og hreyfingar sýndu ekki marktækan mun á svefngæðum. Þátttakendur í mikilli kyrrsetu og lítilli hreyfingu fengu hæstu stigin á svefnleysis mælikvarðanum að meðaltali.
  Hóparnir sem náðu viðmiðum um ráðlagða hreyfingu gáfu vísbendingu um að hreyfing hefði meiri áhrif á betri svefngæði en kyrrseta sem er ekki í samræmi við nýrri rannsóknir sem hafa viljað færa áhersluna frá hreyfingu yfir á kyrrsetu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Recently there has been increased interest in the effect of sedentary behaviors effect on our wellbeing as well as sleep and some nations like Canada have already gone so far as to set guidelines for maximum sedentary behavior. Aims: The aims for this study was to explore sedentary behavior and physical activity for gender and age, to evaluate the prevalence of sleep quality in the general population in the northeast of Iceland for gender and age and to look at the difference between physical activity and sedentary behavior on sleep quality for groups with mixed combination of hours spent in physical activity and sedentary behavior. Method: The participants in the study were residents of Northeastern Iceland (n=217) aged 20-45. The participants were asked about sleep duration, how many hours they spend sitting still per day and how long they exercise per day. The measuring instrument Insomnia Severity Index (ISI) was used to measure sleep quality. Results: There was no significant difference between genders in sleep quantity, nor in sleep quality, nor was there a difference between the two age groups, 38% of men and 33% of women sleep less than the recommended seven hours of sleep per night. There were no significant differences between genders and age groups in physical activity. Only half of the participants reached the 30 min daily exercise criteria. There was no significant difference between genders and age groups in the length of sedentary time. About 41% of the participants are sedentary beyond the recommended criteria. The results between the combined groups on the duration of sedentary behavior and physical activity did not show a significant difference in sleep quality. Participants in the high sedentary and low physical activity group scored the highest on average on the insomnia severity index scale.

Samþykkt: 
 • 12.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Quality of Sleep Among the General Population in North Iceland .pdf295.75 kBOpinnPDFSkoða/Opna