Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4512
Þessi ritgerð fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á tónlistariðnaðinum frá því upptökutæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið og þangað til Netið tók við sem aðal dreifileiðin. Tónlistariðnaðurinn var skoðaður í fortíð og nútíð og mat lagt á framtíðarhorfur hans. Reynt verður að komast að því hver áhrif tækninýjunga á kynningu og dreifingu tónlistar séu.
Tekjurskerðing ásamt síaukinni samkeppni frá jafningjanetsíðum hafa gert framtíðarhorfur útgáfufyrirtækjanna vægast sagt svartar.
Netið er þó ekki eina ástæða samdráttar í geisladiskasölu. Neytendum býðst sífellt meira úrval afþreyingarefnis hvort sem það eru sjónvarpsþættir, kvikmyndir eða tölvuleikir. Skemmtanaiðnaðurinn hefur breyst og er mikil samkeppni um takmarkaðan frítíma neytenda.
Í tilraunum sínum til að berjast gegn breytingum hafa útgáfufyrirtækin misst af miklum tækifærum til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Margar leiðir eru færar til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra. Tónlistarnetsíður byggðar á auglýsingatekjum njóta mikilla vinsælda og eru tónlistarverslanir á Netinu að auka tekjur sínar á hverju ári. Framtíð útgáfufyrirtækjanna byggist á því að rukka neytendur fyrir tónlist sem þjónustu ekki vöru. Neytendur hafa hafnað gömlu viðskiptaháttunum þar sem tónlist var seld sem vörueining.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif tækninýjunga á kynningu og dreifingu tónlistar.pdf | 430.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |