Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45122
Abstract
Particulate matter (PM) is a known risk factor to public health. For the last decade, interest on the relationship between PM and mental health has been increasing. There is vast evidence for the relationship between PM and various mental health issues, but none regarding seasonal affective disorder (SAD). The current study is part of a larger study investigating environmental, physiological, and cognitive risk factors for SAD (EPiC SAD study). This cross-sectional study examined whether: i Seasonality is more conspicuous in areas where air pollution is high versus areas with low air pollution, ii SAD is linked to seasonal fluctuations of air pollution, iii the rate of depression is different in areas where air pollution is high versus areas with low air pollution, and iv whether individuals living in highly polluted areas score higher on depressive symptoms. Furthermore, differences in seasonality and depression between the sexes, and the relationship between age, seasonality, and depression were examined. Participants (n = 1320) were divided into two groups based on air pollution in their municipality (urban vs. rural). Measurements used were the Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ) and the Patient Health Questionnaire–9 (PHQ-9). Results regarding all the main hypotheses were not significant. There was a significant difference between the sexes in scores in seasonality and depression, where women scored higher, and increasing age was significantly related to lower scores in seasonality and depression. Limitations might explain these results, e.g., lack of PM measurements in some areas or timing of the survey not being aligned with the season of high air pollution. It is a matter of public health to continue to investigate the relationship between air pollution and mental health. The development of a diagnostic tool for SAD is needed. Continuing emphasis should be put into finding risk factors and possible causes for SAD for preventive measures.
Keywords: Particulate matter, air pollution, seasonal affective disorder, seasonal fluctuations, seasonal pattern, depression, mental health
Svifryk er þekktur áhættuþáttur hvað lýðheilsu varðar. Áhugi á sambandi milli svifryks og geðheilsu hefur aukist síðasta áratug. Margar rannsóknir benda til að samband sé milli svifryks og ýmissa þátta er varða geðheilsu en engar rannsóknir finnast varðandi skammdegisþunglyndi/árstíðarsveiflur (seasonality) og svifryk. Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn (EPiC SAD study) sem rannsakar umhverfislega-, lífeðlislega- og vitræna áhættuþætti tengda árstíðabundnum sveiflum í líðan. Þversniðsrannsóknin sem hér um ræðir rannsakaði hvort: i Árstíðarsveiflur eru meira áberandi á svæðum þar sem loftmengun er mikil miðað við svæði þar sem loftmengun er lítil, iiskammdegisþunglyndi er tengt árstíðarbundnum sveiflum í loftmengun, iii tíðni þunglyndis sé mismunandi milli svæða þar sem mikil loftmengun er miðað við svæði þar sem loftmengun er lítil, og iv hvort einstaklingar sem búa á svæðum þar sem loftmengun er mikil skori hærra hvað þunglyndiseinkenni varðar. Enn fremur var gerð greining á kynjamun á árstíðarsveiflum og þunglyndi sem og á fylgni milli aldurs, árstíðarsveiflna og þunglyndis. Þátttakendum (n = 1320) var skipt í tvo hópa eftir loftmengun í þeirra bæjarfélagi (þéttbýli eða dreifbýli). Notast var við spurningalistana Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ) og Patient Health Questionnaire–9 (PHQ-9). Niðurstöður fjögurra megin tilgátnanna voru ekki marktækar. Konur skoruðu marktækt hærra en karlar hvað árstíðarsveiflur og þunglyndiseinkenni varðar. Hækkandi aldur hafði marktæka fylgni við lægra skor á árstíðarsveiflum og þunglyndiseinkennum. Takmarkanir rannsóknarinnar gætu skýrt þessar niðurstöður, til að mynda skortur á svifryksmælingum á sumum svæðum eða að tímasetning könnunarinnar fór ekki saman við þá árstíð þegar mengun er mest. Áframhaldandi rannsóknir á sambandi loftmengunar og geðheilsu er málaflokkur sem varðar lýðheilsu. Þörf er á þróun greiningartækis fyrir skammdegisþunglyndi/árstíðarsveiflur. Áfram ætti að leggja áherslu á að finna áhættuþætti og mögulegar orsakir fyrir skammdegisþunglyndi/ árstíðarsveiflum svo mögulegt sé að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna_aks2_BA_Thesis_Final.pdf | 837.96 kB | Lokaður til...07.05.2025 |