Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45127
Í þessari rannsókn er leitast við að ákvarða sambandið milli ferðalaga og kulnunar, ásamt því að kanna hvort ánægja með þjálfara, meðal íþróttafólks á Íslandi, hefði samvirkniáhrif á sambandið. Nánar tiltekið spyr rannsóknarspurningin hvort að skoðun íþróttafólks á ferðalögum geti haft bein áhrif á kulnun, ásamt því hvort að ánægja með þjálfara geti haft áhrif á sambandið og því virkað sem verndandi þáttur gegn kulnun þegar ferðalög eru álitin neikvæð. Einkenni kulnunar voru mæld með íslenskri þýðingu af „Athlete Burnout Questionnaire“ (ABQ). Rannsóknin byggir á gögnum sem fengin voru með spurningalistakönnun sem svarað var af 83 íþróttafólki á aldrinum 18-41, og eru síðar greind með tvíhliða dreifigreiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að skoðun íþróttafólks á ferðalögum hefur ekki bein áhrif á kulnun. Hinsvegar sýna niðurstöður fram á samvirkniáhrif af ánægju með þjálfara á samband ferðalaga og kulnunar á einni vídd hennar; „minnkuð tilfinning gagnvart afrekum“, en samvirkniáhrif eru ekki marktæk á hinum tveimur víddum ABQ. Þessi rannsókn styður við sívaxandi fjölda upplýsinga um kulnun meðal íþróttafólks og undirstrikar þörfina á alhliða nálgun til þess að styðja við almenna vellíðan þeirra. Framtíðarrannsóknir ættu að huga að því að nota stærri og fjölbreyttari úrtök íþróttafólks í þeim tilgangi að skera úr um hvort ánægja með þjálfara geti einnig haft marktæk samvirkniáhrif á sambandið milli ferðalaga og hinna tveggja vídda kulnunar.
Lykilhugtök; kulnun, íþróttafólk, ferðalög, ánægja með þjálfara
This study explores the relationship between travel and burnout along with the moderating effect of coach satisfaction, among athletes in Iceland. Specifically, the research question asks whether athletes’ views on travel can directly impact their scores on all three dimensions of the Athlete Burnout Questionnaire (ABQ), and whether coach satisfaction can act as a protective factor by moderating the relationship. The research methodology uses factorial ANOVAs to analyse the data of 83 athletes aged 18-41. The results indicate that views on travel do not have a significant effect on athletes ABQ scores. However, the moderating role of coach satisfaction on the relationship between travel and burnout is significant on one dimension of ABQ; reduced sense of accomplishment. This study contributes to the growing body of literature on athlete burnout and emphasizes the need for a comprehensive approach in order to support athletes’ overall well-being. Future research should consider using both larger and more diverse samples to conclude whether coach satisfaction could potentially moderate the relationships between travel and burnout measured on the other two dimensions of ABQ.
Keywords; burnout, athletes, travel, coach satisfaction
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Long-Distance Travel and Burnout in Athletes The Moderating Role of Coach Satisfaction.pdf | 424.83 kB | Open | View/Open |