is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaskýrslur - NAIP / Final reports - NAIP (M.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45135

Titill: 
  • Sálgæsla og tónlist : mikilvægi tónlistar við sálgæslu syrgjenda í útförum og í sorgarferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðastliðin 30 ár hef ég sungið við útfarir og aðstoðað syrgjendur við val á tónlist og val á tónlistarfólki við útfararathafnir. Í starfi mínu hef ég fengið einstakt tækifæri til að fylgjast með þróun og breytingum á lagavali og tónlist og sjá með eigin augum hvernig fólk bregst við mismunandi tónlist og textum við kistulagningar og í útförum. Þessi reynsla mín hefur sannfært mig um að aðstandendur eigi að hafa sterkari rödd þegar kemur að því að velja tónlist við útför ástvinar.
    Í mörg ár hef ég jafnframt staðið fyrir tónleikum fyrir syrgjendur, þar sem ég hef flutt tónlist og texta sem fjalla um sorgina og lífið. Tilgangur tónleikanna er að veita fólki næði til að syrgja, minnast og hugsa á uppbyggilegan hátt um eigin lífsgöngu. Árið 2005 gaf ég út geisladiskinn Faðmur: sorgin og lífið sem tileinkaður er syrgjendum. Þessi víðtæka reynsla hefur sannfært mig um mátt tónlistarinnar í sorgarferlinu og var hvatinn að þeim rannsóknum sem hér er lýst. Verkefnið sýndi fram á það að þeir sem sóttu tónleika fyrir syrgjendur upplifðu það á mjög jákvæðan hátt og fólk virtist vera opið fyrir því að heimsækja sorgarferlið þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. Sú niðurstaða sem kom mér mest á óvart var að fólk bar margt enn sorg sína í hljóði og lýsti því að tónlistin hafi opnað á samtal við sorgina. Tónlist, ljóð og textar eru mikilvæg systkin sálgæslunnar. Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg. Það er mikilvægt að mæta fólki í sorg af öryggi og fagmennsku. Hlusta vel, líka á hið ósagða og greina aðstæður.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NAIP greinargerð Ernu.pdf329.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna