is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45137

Titill: 
  • Rýni á stjórnsýslu verkefnis um undirbúning og byggingu GAJA, gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjöldi fyrirtækja og stofnana tekur í síauknum mæli meðvitaða ákvörðun um að halda utan um viðfangsefni sín með aðferðum verkefnastjórnunar. Í hröðu og krefjandi samkeppnisumhverfi þarf að bregðast við síbreytilegum aðstæðum til að mæta kröfum viðskiptavina og samfélagsins. Tilgangur verkefna er yfirleitt að fá fram einhvers konar breytingu, samfélaginu og eigendum til hagsbóta. Til að ná árangri við stjórnun á flóknum verkefnum er mikilvægt að styðjast við þekktar, viðurkenndar og reyndar aðferðir við stjórnskipulag verkefna.
    Með því að styjast við þekktar aðferðir verða hlutverk, ábyrgðir, umfang og fleiri þættir skýrt skilgreindir og afmarkaðir, ferli verkefna gegnsærra, yfirsýn skýrari og frávik frá viðmiðum auðkennd í rauntíma. Í framhaldi af rýni á stjórnskipulagi við undirbúning og framkvæmd GAJA er niðurstaðan sú að umbótatækifæri eru til staðar.
    Sveitarfélög eru undanþegin lögum um opinberar framkvæmdir og ber ekki skylda til að skilgreina verkefni með ítarlegum og stöðluðum hætti. Það leiðir af sér að umgjörð verkefna, hlutverk, ábyrgðir og fleiri skilgreindir árangursþættir verkefna tapa vægi sínu samanborið við alþjóðlega viðurkennda aðferðarfræði.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM lokaverkefni 2023 - GAJA.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna