is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45140

Titill: 
  • Lýðræðisumbætur með slembihópum : hvernig nýta mætti slembihópa til lýðræðisumbóta á sveitarstjórnarstiginu
  • Titill er á ensku Democratic reform with mini-publics : how mini-publics could be used for democratic reform at the local government level
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samráð stjórnvalda við almenning er algengt umræðuefni á vettvangi stjórnmála og ýmsar leiðir eru til þess að ná fram skoðunum almennings á málefnum sem eru til umræðu. Gagnsemi hefðbundinna skoðanakannana hefur verið dregin í efa og algengt er að stjórnmálamenn vísi í niðurstöður þeirra eftir hentugleika. Auk þess veita skoðanakannanir almenningi ekki tækifæri til þátttöku í umræðum eða ákvörðunum og geta því ekki kallast samráð. Í þessari ritgerð verður fjallað um eina af þeim samráðsleiðum sem gætu nýst til þess að efla þátttöku almennings og stuðla að aukinni sátt um ákvarðanir, svokallaða slembihópa. Slembihópar hafa orðið algengari á síðustu áratugum og eru til í ýmsum útfærslum, en eiga það þó sameiginlegt að þar eru þátttakendur valdir af handahófi til þess að fjalla um tiltekin málefni. Fjallað verður um kenningu um rökræðulýðræði sem býr að baki hugmyndinni um slembihópa og hvort að þeir bæti lýðræðislega ákvarðanatöku. Verkefnið felst í fræðilegri umfjöllun um slembihópa og hvort að þeir geti nýst á sveitarstjórnarstiginu á Íslandi. Fjallað er um mismunandi útfærslur og hvernig þær gætu virkað í þessu umhverfi og skoðað er hvernig mætti formfesta slembihópa á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Niðurstöðurnar benda til þess að slembihópar geti bætt lýðræðislega ákvarðanatöku að því leyti að þeir tryggja að tekið sé tillit til margra sjónarmiða með fjölbreyttum hópi þátttakenda. Enn fremur gefa þær til kynna að fáar kerfislægar hindranir standi í vegi fyrir því að slembihópum sé komið á fót hjá sveitarfélögum á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Public consultation is a common topic at the political level, and there are various ways to bring forth the public opinions on the issues. The usefulness of traditional opinion polls is regularly called into question and politicians often refer to them at their convenience. In addition, opinion polls do not give the public the opportunity to participate in discussions or decisions and therefore cannot be considered public consultation in any meaningful sense. This project discusses mini-publics, a form of consultation that could be used to enhance public participation and promote increased consensus on decisions. Mini-publics have become more common in the last decades and exist in various forms, but what they have in common is that the participants are randomly selected to deliberate on specific issues. The theory of deliberative democracy that underpins the idea of mini-publics is discussed and whether mini-publics have the potential to improve democratic decision-making. The focus of this enquire is on the potential of uses of mini-publics at the municipal level in Iceland. Different implementations are discussed and how they might work in this environment, how the implementation could be supported at the level of the Association of Icelandic Municipalities. The conclusion suggests that mini-publics can improve democratic decision-making in that they ensure that multiple viewpoints are taken into account with a diverse group of participants. Furthermore, that there are few systemic obstacles to establishing mini-publics in local authorities in Iceland.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarFreyrElinarson_BA_lokaverk..pdf561.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar