is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45143

Titill: 
  • "Fram til sigurs!" Upplifa konur sem starfa í lykilstöðu innan íslenska kvikmyndaiðnaðarins að þeim sé treyst og að þær fái sömu tækifæri og karlar í sömu stöðu?
  • Titill er á ensku „Until victory!” Do women who are in senior management positions within the Icelandic filmmaking industry experience that they are trusted and that they get the same amount of opportunities as men in the same position?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvort að konur sem starfa í lykilstöðu innan íslenska kvikmyndaiðnaðarins upplifi að þeim sé treyst og að þær fái sömu tækifæri og karlar í sömu stöðu. Rannsakandi skoðaði innlendar og erlendar rannsóknir sem liggja fyrir í þessum efnum ásamt tölulegum upplýsingum er málið varðar til að draga saman núverandi þekkingu. Ritgerð þessi byggir á eigindlegri rannsókn sem rannsakandi framkvæmdi. Rannsókn þessi gefur innsýn í hugarheim og reynslu kvenkyns leikstjóra sem starfa við kvikmyndagerð hér á landi. Þátttakendur viðtalsrannsóknarinnar fengu tækifæri á að segja frá sinni upplifun og bera saman stöðu sína eins og hún er nú í dag í samanburði við stöðu sína fyrir 10 árum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðhorfsbreyting hefur orðið í íslenska kvikmyndaiðnaðinum síðastliðin 10 ár og að mestu breytingarnar hafa orðið í kjölfar byltinganna #MeToo og Tjaldið fellur. Traust hefur aukist og tækifærum hefur fjölgað töluvert. Þó komu upp bæði nýlegar og eldri frásagnir af vantrausti. Einnig komst rannsakandi að því að karlar fengu 18,8% meira fjármagn úthlutað úr framleiðslusjóði Kvikmyndasjóðs árið 2022 í samanburði við konur. Þess ber þó að geta að konur voru minnihluti umsækjenda, sérstaklega í flokknum leiknar kvikmyndir í fullri lengd, eða 22%. Það er því ljóst að þörf er á hvatningu fyrir konur að sækja um styrki og þá með meiri stuðningi, til dæmis varðandi traust, tækifæri og styrkveitingar.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper asks the question: Do women who are in senior management positions within the Icelandic filmmaking industry experience that they are trusted and that they get the same amount of opportunities as men who are in the same position? The author looked at national and international research that is available in this regard, along with numerical data, to estimate current knowledge on the matter. This paper is based on quantitative research that the author implemented. The research gives the readers an insight into how Icelandic female directors working in filmmaking in Iceland experience the industry. The participants in the research got the opportunity to describe their experience and compare their status as it is today to their status 10 years ago. The results of the research show that the filmmaking industry in Iceland has gone through a positive attitude change, which mainly took place after movements like #MeeToo. Trust torwards female directors has intensified, and opportunities have increased considerably. However, there were some stories that described distrust toward female directors. The author also found out that men received proportionally 18,8% more funding from the Icelandic Film Fund for 2022 in comparison to women. But it is worthy to note that women were a minority of applicants for the fund, especially in the category feature films, or 22%. There is still a need to support and encourage women working in the Icelandic film industry, especially when it comes to trust, opportunities, funding, and education.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudrunBirnaPetursdottir_BA_lokaverk.pdf991.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án sérstaks leyfis höfundar hverju sinni.