is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45145

Titill: 
  • Ráðningarumhverfi íslenskra sveitarstjóra í samanburði við æðstu yfirmenn sveitarfélaga : geta sveitarstjórnir ráðið og rekið æðstu yfirmenn og sveitarstjóra eftir geðþótta?
  • Titill er á ensku The employment environment of Icelandic mayor´s in comparison to the top managers of municipalities : can local councils hire and fire top managers and mayor´s at will?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sveitarfélög eru hluti af framkvæmdarvaldi hins opinbera og ber því í sínum ákvörðunum að fylgja eftir málsmeðferðarreglum stjórnsýslunnar þegar þau taka ákvörðun er varða hag einstaklinga. Þegar sveitarfélög ráða til sín eða segja upp starfsfólki þurfa þau að fylgja eftir þessum málsmeðferðarreglum. Í þessari samantekt eru tekin fyrir störf æðstu stjórnenda sveitarfélaga farið yfir ráðningar og uppsagnarferli þeirra og borið saman við ferlið við ráðningu og uppsögn sveitarstjóra. Við þennan samanburð var horft til þeirra laga og reglna sem gilda um ráðningar og uppsagnir í störfin ásamt því að rýna dóma, álit umboðsmanns Alþingis og ráðuneytis til fyllinga.
    Í ljós kom að mikill munur er á skyldu sveitarfélaga til þess að fylgja eftir málsmeðferðarreglum við ráðningar í störf æðstu stjórnenda annars vegar og sveitarstjóra hinsvegar. Þar vegur þyngst sú sérstaða sem starf sveitarstjóra hefur umfram önnur störf í sveitarfélögum, sem er að starfið er pólitískt starf. Þessi sérstaða gerir það að verkum að trúnaður, traust og sameiginleg sýn sveitarstjóra gagnvart sveitarstjórn getur verið ásetningarsteinn þess að sveitarstjóri haldi starfinu. Annað gildir hinsvegar um störf annarra stjórnenda sveitarfélaga en þar gilda málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar. Það er því ólíkt flókið að ráða eða reka sviðsstjóra en sveitarstjóra. Svarið við spurningunni hvort það sé hægt að ráða og reka æðstu yfirmenn eftir geðþótta er því nei, en já þegar kemur að sveitarstjórum.

  • Útdráttur er á ensku

    Municipalities are part of the executive power of the public sector in Iceland and must therefore follow the procedural rules of the administration in their decisions when they make decisions concerning the interests of individuals. When municipalities goverment hire or dismiss staff, they must follow these procedural rules. In this summary, the jobs of the top managers of municipalities are examined, their hiring and firing processes are reviewed and compared to the process of hiring and firing local mayors. During this comparison, the laws and regulations that apply to hiring and firing were looked at, as well as reviewing judgments, the opinion of the Althingi ombudsman and the ministry for fillings.
    It was found that there is a big difference between the obligation of municipalities goverment to follow procedural rules when hiring senior managers on the one hand, and local mayors on the other. There, the special position that the mayor's job has over other jobs in municipalities, which is that the job is a political job, weighs heavily. This special position means that the mayor's trust, confidence and common vision and the local government can be a cornerstone of the mayor's retention of the job. However, procedural rules of the administration applies to the work of other municipal administrators. It is therefore more complicated to hire or fire a division manager than a local mayor. The answer to the question whether it is possible to hire and fire senior officers at will is therefore no, but yes when it comes to the mayor.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngimarIngimarsson_BA_lokaverk.pdf641,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna