is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45146

Titill: 
 • Kynhlutleysi í upplýsinga- og kynningarefni fyrirtækja og stofnanna
 • Titill er á ensku Gender neutrality in information and promotional materials of companies and institutions
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er kynhlutleysi í upplýsinga- og kynningarefni fyrirtækja og stofnana. Þá hvort stjórnendur og þeir sem áhrif hafa á upplýsingagjöf frá fyrirtækjum telji nauðsynlegt að fara í þá vegferð að breyta útgefnu efni með tilliti til kynhlutleysis. Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum 100 árum eða frá þeim tíma sem réttindabarátta samkynhneigðra hófst. Sem betur fer eru samfélög farin að taka betur á móti þeim einstaklingum sem skilgreina sig annað en það kyn sem þau fengu í vöggugjöf. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja sem eru á sölu- og þjónustumarkaði verður alltaf meiri eftir því sem fyrirtæki eiga auðveldara með að nálgast viðskiptavini til að mynda með útgefnu efni á samfélagsmiðlum. Í þessu verkefni verður leitað að skoðun stjórnenda innan stórra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélags varðandi kynhlutleysi í útgefnu efni. Skoðað verður hvar þeirra fyrirtæki standa gagnvart breytingum á því efni sem almenningur hefur aðgang að og hvert þau stefna.
  Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem viðtöl voru tekin við fimm stjórnendur sem höfðu eitthvað um málaflokkinn að segja hjá sínu fyrirtæki. Viðtölin voru svo þemagreind og dregin saman í niðurstöður. Þar sem þetta er frumrannsókn á efninu þá er vonast til að niðurstöðurnar veiti einhverja innsýn inn í hvert fyrirtæki í landinu stefna gagnvart kynhlutleysi í útgefnu efni.
  Niðurstöðurnar sýndu að þau fyrirtæki sem veittu viðtal voru öll farin að hafa málefnið í huga við gerð á útgefnu efni. Þau voru komin mis langt á veg en öll áttu þau það sameiginlegt að vera farin af stað í vinnuna.
  Lykilorð: kynhlutleysi, upplýsinga- og kynningarefni, samfélagsábyrgð, réttindabarátta

Samþykkt: 
 • 13.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingimundur Jónasson_BA_lokaverkefni.pdf319.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án sérstaks leyfis höfundar hverju sinni.