is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45147

Titill: 
  • Ánægður starfsmaður er betri starfsmaður : hvernig stjórnunarstíll hjá stjórnendum hins opinbera hefur áhrif á starfsánægju starfsfólks
  • Titill er á ensku A happy employee is a better employee : how the management style of public sector managers affects employee job satisfaction
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á hverju ári stendur Sameyki stéttarfélag fyrir könnuninni Stofnun ársins til að kanna vellíðan og starfsánægju hjá félagsmönnum sínum sem starfa hjá hinu opinbera, ríki, borg og bæ, sjálfseignarstofnunum og fyrirtækjum í almannaþjónustu. Þar sem rannsakandinn er að vinna hjá ríkisstofnun, sem hafði í mörg ár lent í efstu sætum í Stofnun ársins en farið hraðbyr niður á við undanfarin misseri, þótti henni spennandi að vita hvaða aðferðir, stjórnendur í efstu sætum hjá hinu opinbera, eru að nota til þess að þeim gangi jafn vel og raun ber vitni. Rannsóknarspurningin sem leitast er við að svara er: „Hvað einkennir stjórnendastíl hjá stjórnendum ríkisstofnana sem tróna í efstu sætum í niðurstöðum könnunarinnar Stofnun ársins 2022“. Ákveðið var að ráðast í eigindlega rannsókn með viðtölum við stjórnendur hjá stofnunum ríkisins sem lentu í efstu sætum könnunarinnar árið 2022.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að allir þessir stjórnendur nálgast mannauðinn og starfsmennina sína með trausti, opnum samskiptum og tryggja að þeim líði vel með góðum aðbúnaði þrátt fyrir að peningar séu af skornum skammti hjá þeim. Þær stofnanir sem hafa einhverra hluta vegna farið niður á við eða hafa aldrei litið til sólar í þessari könnun geta tekið sér þetta til fyrirmyndar. Þær geta nýtt sér ráðgjöf sem þeim býðst eftir að niðurstöður eru kynntar og farið virkilega í saumanna á því hvað er hægt að gera betur til að stuðla að mikilli starfsánægju og góðri liðsheild.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð- Íris Valgeirsdóttir.pdf544.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Íris Valgeirsdóttir- Skemman yfirlýsing.pdf153.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF