Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45149
Hér greinir höfundur afstöðu fólks í íslenskum tónlistariðnaði til stafrænna tónlistartæknilausna og hvort tónlistartæknilausnin UNNA gæti nýst þeim markhópi. Höfundur veltir því fram því hvort til sé íslenskur hljómur í tónlist, sem tengist tilraun til að skilja hughrif tónlistar og áhrif umhverfis.
Með þverfaglegri nálgun, reynslu, innihaldsgreiningu og eigindlegri rannsókn, sem fól í sér skoðanakönnun og viðtöl við fagaðila, greinir höfundur að hughrif þeirra sem hlusta á tónlist hefur verið gerð að hagrænni neyslu. Þau sem skapa hafa verið skilin eftir án upplýsingaflæðis til að takast á við flókin bakheim tónlistar með takmarkaðar leiðir til að afla sér tekna, verja réttindi sín og koma tónlist sinni á framfæri. Einnig er skýrt að stoðiðnaður tónlistar, þá sérstaklega á Íslandi, hefur verið vanræktur. Þörf er á tölulegum greiningum og stuðningi við innviði, sem áætlaðar eru samkvæmt skýrslum fagaðila og vinnuhópa, en skortur er á skýrum aðgerðaráætlunum.
Niðurstaðan er sú að tónlist er persónuleg og hughrifin með djúpar rætur í umhverfi og upplifun. Neyslumynstur hefur breyst og tæknihlið tónlistar flókin og sérhæfð. Þörf er á miðlægu og gegnsæju kerfi og tæknilausn sem þjónar þeim sem skapa og þeim sem njóta tónlistar. Möguleiki er á að nýta sérstöðu íslenska markaðarins í tónlist og tækni og þar með íslensku tæknilausnina UNNA.
Lykilorð: Tónlist, tækni, hughrif, hagkerfi, UNNA
Here, the author analyzes the position of people in the Icelandic music industry towards digital music technology solutions and whether the UNNA music technology solution could be useful for that target group. The author considers whether there is an Icelandic sound in music that is related to the author’s attempt to understand the impression of music and the influence of the environment.
With an interdisciplinary approach, the author's experiences and content analysis and qualitative research that included opinion polls and interviews with music professionals, the author has speculated that the impressions of those who listen to music have been made into economic consumption. Creators have been left behind to deal with the complex backend of the music industry with limited ways to track rights and revenues and distribute their music. It is also clear that the professional music industry, especially in Iceland, has been neglected and there is a need for empirical analysis and infrastructure support, which are estimated according to reports of professionals, but there is a lack of clear action plans.
The conclusion is that music is personal and emotions are deeply rooted in the listeners environment and experience. Consumption patterns have changed and the technical side of music is complex and specialized. There is a need for a central and transparent system and technical solution that serves those who create and those who enjoy music. In conclusion there is a possibility to use the uniqueness of the Icelandic market in music and technology and therefore the Icelandic technical solution UNNA.
Keywords: Music, technology, impression, economy, UNNA
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SteinunnThoraCamillaSigurdardottir_BA_lokaverk.pdf | 5,92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |