Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45150
Ritgerð þessi fjallar um kynferðisofbeldi á vinnustöðum og hvaða afleiðingar það getur haft á skipulagsheildir ef ekki er tekið rétt á slíkum málum. #Metoo byltingin hefur ýtt undir vitundarvakningu síðustu ára um málefni kynferðisofbeldis og hafa fyrri rannsóknir sýnt fram á að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er mjög algeng og er samfélagslegt vandamál bæði á erlendri grundu og hér á Íslandi. Farið var yfir það hvað það er sem stjórnendur fyrirtækja geta gert til þess að stuðla gegn kynferðisofbeldi á sínum vinnustað en til eru margar leiðbeiningar svo sem frá íslenskum stéttarfélögum og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr.1009/2015.
Fjallað var um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og hvað krísu- og samskiptafræði segja til um ímynd og samskipti í tengslum við kynferðisofbeldi á vinnustöðum. Umræðan á Íslandi hefur verið mikil vegna fjölda mála sem hafa komið upp þar á meðal krísa Knattspyrnusambands Íslands þegar leikmenn í A landsliði karla voru sakaðir um kynferðisofbeldi, en almenningur gagnrýndi harðlega hegðun Knattspyrnusambandsins í þeim málum og eru þeir enn þann dag í dag að berjast við afleiðingar þess.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf stjórnenda íslenskra skipulagsheilda á innleiðingu verkferla og aðgerða gegn kynferðisofbeldi innan vinnustaðar með hliðsjón af leiðbeiningum íslenskra stéttarfélaga og reglugerðinni, ásamt því að skoða hvað fræðin leggja til. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með hálf opnum viðtölum við stjórnendur. Niðurstöður bentu til þess að innleiðing verkferla er mikilvæg og það að hafa skýra verkferla hjálpar stjórnendum að taka rétt á slíkum málum. Hins vegar er ljóst að ekki allar skipulagsheildir hafa verkferla þrátt fyrir afleiðingarnar sem það getur haft ef aðgerðaráætlunum er ekki fylgt eftir til að greina úr þessum málum. Ríkisstofnanir eru oftar en ekki með strangari ramma og kom í ljós að íslensk stjórnvöld þurfa að skerpa á skýrleika aðgerða þeirra svo þessar stofnanir geti tekið almennilega á álitamálum. Starfsfólk er iðulega illa upplýst um boðleiðir tilkynninga og verkferla. Til þess að breytingar verði á þessum málaflokki er ljóst að það þarf að verða viðhorfsbreyting á vinnustaðamenningu, en til þess þurfa stjórnendur og starfsfólk frekari fræðslu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BrynjaHardardottir_BA_lokaverk.pdf | 471,06 kB | Open | Complete Text | View/Open |
Note: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.