is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45152

Titill: 
  • Í leit að samastað í tilverunni
  • Titill er á ensku In search of an abode in the existence
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er eigindleg rannsókn á upplifun innflytjendakvenna af því að flytja til Íslands og hvernig þeim hefur tekist að aðlagast íslensku samfélagi. Markmið þessarar rannsóknar er konurnar fái tækifæri til að segja með eigin orðum frá upplifun sinni af því að búa hér á landi. Horft er til þess hvernig þeim tekst að aðlagast nýju samfélagi og menningu í nýju landi, helstu hindranna sem þær hafa þurft að yfirstíga og hvernig þær takast á við aðskilnað frá fjölskyldu og menningu heimalandsins. Í viðtölunum var lögð áhersla á að gefa konunum tækifæri til að segja frá upplifun sinni af því að flytja búferlum frá heimalandinu, þar sem huglægt mat þeirra var í fyrirrúmi en ekki atburðir eða einstakar persónur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur hafa að mörgu leiti svipaða upplifun af því að flytjast búferlum til Íslands, hver svo sem raunveruleg ástæða búferlaflutninganna var. Tungumálið og gott tengslanet hefur áhrif á sjálfsmyndina og hefur einnig áhrif á með hvaða hætti þeim tekst að aðlagast íslensku samfélagi. Áföll, aðskilnaður við fjölskyldu og vini í heimalandinu setur sitt mark á reynslu þeirra en með seiglu tekst þeim að yfirstíga margar erfiðar hindranir á lífsferlinum.

Samþykkt: 
  • 13.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda_Ingibjorg_Rafnarsdottir_Lokaskil.pdf781,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna