is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45164

Titill: 
  • Skyldur stjórnvalda við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum nr. 90/2018
  • Titill er á ensku Obligations of the official administration in the processing and handling of personal information according to the Personal Protection Act no. 90/2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið og tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir þeim heimildum og lagaskyldum sem hvíla á stjórnvöldum við meðferð og vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hjá stjórnvöldum getur myndast mikið magn upplýsinga um einstaklinga vegna vinnslu á persónuupplýsingum án þess að aðilar máls geri sér grein fyrir hvað verður síðan um þessar upplýsingar, hvort þær séu varðveittar með öruggum hætti eða þeim eytt að vinnslu lokinni. Allar upplýsingar sem safnað er, sama hvort er um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða skipta almenning miklu máli. Allt regluverk hjá stjórnvöldum miðast við einhvers konar vinnslu persónuupplýsinga t.d. vegna umsóknar einstaklings um vinnu, umsókn í skóla eða t.d. vegna umsóknar um félagslega þjónustu innan þjónustusviðs hins opinbera. Í ritgerðinni er fjallað um skilgreiningar á meginreglum og hugtökum persónuverndarlaganna með hliðsjón af þeim ákvæðum sem snúa að stjórnvöldum og vinnslu þeirra á persónuupplýsingum. Réttindi hins skráða eru mikilvægur þáttur við öflun persónuupplýsinga vegna þeirra ákvæða í lögunum er snúa að samþykki hins skráða. Farið er yfir helstu skyldur sem ábyrgðaraðila og vinnsluaðila ber að fara eftir. Hlutverk persónuverndarfulltrúa er einnig skoðað sem tengiliður við Persónuvernd svo að öryggis við meðferð og vinnslu persónuupplýsinga sé gætt Úrlausnir Persónuverndar eru skoðaðar ásamt því að farið er yfir hlutverk stofnunarinnar sem eftirlitsaðila. Í lok ritgerðarinnar er svo dregin saman niðurstaða ritgerðarinnar um þær lagalegu skyldur sem hvíla á stjórnvöldum við vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga.

Samþykkt: 
  • 14.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudniThorThordarson_BS_lokaverk.pdf621,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna