is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45168

Titill: 
  • Íslenskar byggingar og umhverfisvottanir
  • Titill er á ensku Icelandic buildings and environmental certifications
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Byggingariðnaðurinn er einn af stóru áhrifavöldunum í loftslagsmálum í heiminum. Loftslagsáhrif byggingariðnaðarins er hægt að minnka með ýmsu móti. Ein af þeim leiðum er umhverfisvottanir á byggingar. En eru þær nauðsynlegar til að minnka neikvæð umhverfisáhrif af byggingum?
    Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvert vægi umhverfisvottana er á því að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Hvort að húsbyggjendur muni nota umhverfisvænni vörur og byggingaraðferðir ef ekki er krafist vottana. Eigindleg viðtöl voru tekin við aðila sem hafa komið að umhverfisvottunum og byggingum hérlendis.
    Niðurstöður sýna fram á að þó umhverfisvottanir séu mikilvægar, sé ekki nauðsynlegt að fá umhverfisvottun á byggingu til að bygging sé byggð á umhverfisvænan hátt. Umhverfisvottanir séu mikilvægar til að ýta við ferlinu að minnka umhverfisáhrif bygginga, með því að setja kröfur um byggingaraðferðir og notkun á byggingarefni sem stuðlar að minni kolefnislosun. Aukin kostnaður við umhverfisvottanir skilar sér líklega í lægri rekstrarkostnaði. Einnig eru leigjendur og kaupendur viljugir til að greiða hærra verð fyrir betri vöru. Umhverfisvottun á byggingar er eini gæðastimpillinn sem hægt er að fá á byggingar hérlendis umfram almennt eftirlit frá byggingareftirliti ríkis og sveitarfélaga.

Samþykkt: 
  • 14.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnyBjorkGudmundsdottir_lokaverk..pdf576.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar