Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45170
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða fjarvinnu og sveigjanleika starfa út frá sjónarhorni stjórnenda og skipulagsheilda, með áherslu á að skoða hver sé helsti ávinningur og hverjar séu helstu áskoranir vinnufyrirkomulagsins. Einnig vildi rannsakandi skoða forsendur fjarvinnu og hvaða áhrif fyrirkomulagið hefur á rekstur og aðra þætti skipulagsheildarinnar. Þá var leitast við að kanna hvort fjarvinna og sveigjanleiki starfa sé vinnufyrirkomulag framtíðarinnar. Hér er um eigindlega rannsókn að ræða. Tekin voru fjögur hálf-opin viðtöl við stjórnendur skipulagsheilda, þar sem fjarvinna og sveigjanleiki er hluti af vinnufyrirkomulagi. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara er eftirfarandi: Er fjarvinna ógn eða tækifæri í rekstri skipulagsheilda? Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar tekur til viðeigandi fræðagrunns, þar sem finna má fræðilega umfjöllun um vinnumarkaðinn, fjarvinnu, sveigjanleika og umhverfi. Einnig er farið yfir helstu þætti innan skipulagsheildarinnar sem breytt vinnufyrirkomulag hefur áhrif á. Fjallað er um fyrri rannsóknir á viðfangsefninu. Helstu niðurstöður gefa til kynna að stjórnendur skipulagsheilda telji fjarvinnu og sveigjanleika vera orðinn hluti af hefðbundnu vinnuumhverfi til framtíðar. Fylgi skipulagsheildir ekki þeirri þróun muni það hafa áhrif á samkeppnishæfni þeirra á vinnumarkaði. Ávinningur af fjarvinnu geti stutt við starfsánægju og stuðlað að bættu jafnvægi vinnu og einkalífs starfsfólks, sem skili sér í auknum afköstum fyrir skipulagsheildina. Það geti þó einnig reynst skipulagheildinni áskorun, þar sem mörkin á milli vinnu og einkalífs verði óskýr sem getur haft neikvæð áhrif á afköst starfsfólks. Fyrirkomulagið skapi nýjar áskoranir fyrir stjórnendur og rekstur skipulagheilda með breyttri stjórnun, menningu og samskiptum við starfsfólk.
Lykilhugtök: Fjarvinna, sveigjanlegt starfsumhverfi, rekstur skipulagsheilda, áskoranir, ávinningur.
The aim of this thesis is to examine remote work and work flexibility from the perspective of managers and organizational units, with an emphasis on examining what are the main benefits and what are the main challenges of the work arrangement. The researcher also wanted to look at the prerequisites for remote work and what effect the arrangement has on operations and other aspects of the organization. An effort was also made to investigate whether remote work and job flexibility are the working arrangements of the future. The research is defined as qualitative since four semi-open interviews were conducted with managers of organizations where remote work and flexibility are part of the work arrangement. The research question that was sought to be answered is: Is remote work a threat or an opportunity in the operation of organizational units? The theoretical background of the study includes a relevant academic base where you can find theoretical discussion of the labor market, remote work, flexibility and the environment. The main aspects within the organizational unit that are affected by the changed work arrangement are also reviewed. Previous research on the subject is discussed. The main results indicate that organizational managers believe that remote work and flexibility have become part of the traditional work environment of the future. If organizations do not follow that trend, it will affect their competitiveness in the labor market. The benefits of remote work are considered to be able to support job satisfaction and contribute to a better balance between work and private life for employees, resulting in increased performance for the organization. However, it can also prove to be a challenge for the organization, as the boundaries between work and private life become blurred, which can have a negative impact on staff performance. The arrangement creates new challenges for managers and organizational operations through changes in management, culture and communication with staff.
Key terms: Remote work, flexible work environment, organizational management, challenges, benefits.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BryndisLudviksdottir_BS_lokaverk.pdf | 673.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni