Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45173
Bakgrunnur
Fólk með hásinamein upplifir verki, skerta færni og morgunstífleika frá einkennagefandi hásin. Fólk með hásinamein hefur mælst með aukna þykkt í hásinum sem hægt er að þreifa. Notast hefur verið við ómun til þess að mæla þessa þykknun. Þjálfunarmeðferð við hásinameini getur haft áhrif á þessa þykknun og minnkað hana. Hins vegar hefur skammtasvörun hásinar ekki verið skilgreind í þjálfunarmeðferð við hásinameini. Markmið þessarar rannsóknar er að skilgreina hver skammtasvörun hásinar er í þjálfunarmeðferð við hásinameini.
Aðferðir
Einstaklingar með hásinamein fóru í gegnum klíníska skoðun, svöruðu VISA-A spurningalistanum og hásinarnar þeirra voru þykktarmældar með ómun. Ef þátttakendur uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar var þeim boðin þjálfun þar sem framkvæmdar voru hægar þungar endurtekningar af einfættum hællyftum. Þátttakendum var skipt í hópa og framkvæmdu þeir annað hvort 3, 6 eða 9 sett af 15 endurtekningum. Vegna fárra þátttakenda voru bornir saman þeir sem voru í virkri þjálfun og þeir sem þjálfuðu ekki.
Niðurstöður
Ekki sást marktæk breyting á hásinaþykkt hjá þjálfunarhóp (p=1,0) á einkennameiri fæti og (p=0,248) á einkenna minni fæti. Marktæk minnkun var á hásinaþykkt á einkennameiri fæti hjá þeim sem voru ekki í þjálfun (p=0,01) en ekki á einkenna minni fæti (p=1,0). Tími hafði marktæk áhrif á minnkun þykktar hásinar (p<0,001). Marktækan mun mátti sjá á milli einkennameiri og einkennaminni hliða (p<0,001). Marktæk víxlhrif voru á fyrir samanburð á hlið og hóp (p=0,010) þar sem þykkt hásina var almennt meiri hjá þeim hópi fólks sem tók þátt í þjálfun. Þá var hásinaþykkt einnig meiri á einkennameiri fæti hjá báðum hópum. Þrívíð víxlhrif voru fyrir samanburð á tíma, hlið og hóp (p=0,013) þar sem hásinaþykkt á einkennameiri fæti hjá þeim sem tóku ekki þátt í þjálfun minnkaði meira en hjá þeim sem voru í þjálfun. Öfug fylgni var hins vegar á einkenna minni fæti þar sem þykkt minnkaði þá meira hjá þeim sem voru í þjálfun.
Hækkun varð á VISA-A svörum allra í rannsókninni en meiri hækkun mátti sjá hjá þeim hóp sem tók þátt í þjálfun. Ekki fannst tenging á milli hækkana á VISA-A og minnkunar á hásinaþykkt Spearman‘s rho 0,014 (p=0,801).
Ályktanir
Frekari rannsókna er þörf til þess að áætla skammtasvörun hásinar í þjálfunarmeðferð við hásinameini.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_ritgerð_DFS.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemmu_undirritun.pdf | 251.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |