Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45178
Rafrænar lausnir í bókhaldi er nokkuð nýjar af nálinni og fyrir ekki svo löngu var verið að færa bókhald fyrirtækja á pappír. Með innkomu tækninnar hefur þróun bókhalds verið mikil á marga vegu, það eru verkferlar, tengingar við ytri heiminn, starfsstéttin og fleira. Í þessari ritgerð fjallaði rannsakandi um helstu fræði bókhalds en einnig var farið út í fræði breytingastjórnunar þar sem tæknilegar breytingar er stór þáttur í viðfangsefninu. Rannsóknin var framkvæmd til þess að fá nánari sýn á þróun rafrænna lausna í bókhaldi síðustu 30 árin og hvernig framtíðin lítur út. Eigindleg rannsókn var framkvæmd í formi viðtala við sjö viðmælendur, sem eru með margra ára reynslu á sviði bókhalds eða tækni. Niðurstaða rannsóknarinnar var að þróunin hefur leitt til margskonar breytingar á jákvæðan hátt, en margt er sem má bæta. Aukin skilvirkni, tímasparnaður og pappírsleysi er það sem rannsakandi fékk mest að heyra frá viðmælendum við framkvæmd rannsóknarinnar. Það þarf að uppfæra lög um bókhald og við vinnslu rannsóknarinnar komst rannsakandi að því að sú uppfærsla er hafin og það verða líklegast kynnt drög um ný og endurbætt lög um bókhald árið 2024. Bókarastarfsstéttin hefur verið með nokkrar áhyggjur varðandi tækniþróunina og hræðslan byggist á að starfsstéttin muni deyja út. Niðurstöður leiddu í ljós að starfsstéttin mun ekki deyja út, heldur mun starfið þróast í að vera meira eftirlits- og ráðgjafastarf frekar en handavinnu tengt.
Lykilorð: Bókhald – Bókhaldskerfi – Tæknilegar breytingar – Bókarar – Pappírslaust – Tækni.
Electronic solutions in accounting are quite new, and not so long ago accounts for companies were on paper. With the introduction of technology, the development of accounting has been great in many ways, for example work processes, connections with the outside world, the profession and more. In this essay, the main accounting theories were discussed, but change management was also a part of the discussion since technological changes are a big part of the subject. This study was performed to get a closer look at the development of electronic solutions in accounting over the last 30 years and what the future looks like. The actual research was conducted in the form of interviews with seven interviewees who have many years of experience in the field of accounting or technology. The conclusion of the study was that the development has led to many positive changes and many things that can be improved. The researcher heard mostly about increase in efficiency, time saving, and less paper from the interviewees during the research. The Icelandic law on accounting needs to be updated, and during the process of the research, the researcher found out that the update process has started, and a draft of a new and improved law of accounting will most likely be presented in 2024. The accounting profession has had worries regarding technological development and the worries are mostly for if the profession will die out. Results reveal that the profession will not die out, but the job will develop into more supervisory and advisory work rather than manual work.
Keywords: Accounting – Accounting systems – Technological changes – Accountants – Paperless - Technology
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IngibjorgLailaArnarsdottir_BS_Lokaverk.pdf | 633,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.