is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45181

Titill: 
  • Mat á flutningi blóðsýna milli starfsstöðva á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, með tilliti til forrannsóknarferils
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bláæðablóðsýnataka og mælingar á blóðsýnum er mikilvægur þáttur við greiningu ýmissa sjúkdóma. Stærri rannsóknarstofur vinna blóðsýni sem tekin eru á þeirra starfsstöð en á minni stöðum og í litlum bæjarfélögum er nauðsynlegt að geta sent sýni á milli starfsstöðva þar sem ekki er hægt að mæla allar rannsóknir á þeim minni. Lífefni í blóðsýnum geta verið misstöðug og þola misvel langan geymslutíma, skiptir því miklu máli hvernig blóðsýnin eru meðhöndluð, hversu langur tími líður frá því að blóðsýni er tekið og þar til það er mælt, einnig skiptir máli hvernig sýni eru send á milli starfsstöðva. Mikilvægt er að blóðsýni séu rétt tekin og send á milli starfsstöðva í viðeigandi búnaði, eins og t.d. í sérstökum blóðsýnatöskum, við rétt hitastig og að búið sé að skilja niður sýni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að mismunandi mæliniðurstöður fengjust fyrir; glúkósa, kalíum, þríglýseríða, ALAT, B12 vítamín, D-vítamín, TSH og blóðhag eftir því hversu langur tími leið frá sýnatöku og þar til sýni bárust og voru mæld á rannsóknarstofu HSN á Húsavík, annarsvegar eftir 4 klst. og hinsvegar eftir 24 klst. síðar.
    Bláæðablóðsýni voru tekin á heilsugæslu Akureyrar dagana 21. og 22. febrúar 2023. Vinnsla sýna var einnig framkvæmd sömu daga. Alls voru tekin bláæðablóðsýni hjá 39 einstaklingum sem voru mæld samdægurs, bárust í kældri blóðsýnatösku og voru mæld eftir 4 klst. Ein blóðsýnataska var send með Íslandspósti og voru þau sýni í kældri blóðsýnatösku og mæld eftir 24 klst., sýni send í umslagi með Íslandspósti voru einnig mæld 24 klst. síðar. Allir einstaklingar skrifuðu undir upplýst samþykki, á þar til gert samþykktarform sem sjá má í fylgiskjali 1. Miðað var við sett gæðamörk frá Labquality Finnland sem voru á bilinu ±4%-15%. Rannsóknir sem sýndu eðlilegan mun á milli mælinga eru hvít- og rauð blóðkorn, hemóglóbín, MCH, blóðflögur, þríglýseríðar, ALAT, B12-vítamín og TSH. Niðurstöður mælinga sem eru utan settra gæðamarka eru MCV, MCHC, glúkósi, kalíum og D-vítamín. Glúkósi og kalíum sýndu mestan mun á milli mælinga eftir því hvort þau bárust með kælitösku og voru mæld eftir 4 klst., hvort þau bárust með kælitösku og voru mæld eftir 24 klst. eða hvort þau bárust með umslagi og mæld 24 klst síðar. Eftir því sem lengra leið frá sýnatökutíma mældust fleiri mælingar utan settra gæðamarka.Gæði rannsókna skiptir höfuð máli þegar kemur að því að fá réttar og nákvæmar niðurstöður úr mælingum bláæðablóðsýna. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að flutningur og flutningstími blóðsýna hefur áhrif á niðurstöður mælinga. Ýmsir aðrir sem hafa skoðað þetta hafa komist að sömu niðurstöðu. Bláæðablóðsýni eru misviðkvæm fyrir sendingu. Mikilvægt er að rannsóknarstofur á Norðurlandi noti ávallt sér útbúnar kælitöskur sem viðhalda gæðum bláæðablóðsýna og tryggir að rétt hitastig haldist í kælitöskunni.

Samþykkt: 
  • 15.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaritgerð - Magnea Ósk.pdf5.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
magneao_15.6.2023_09-18-00.pdf325.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF