is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45188

Titill: 
  • Hver er fylgnin á milli stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands og vaxtabreytinga á inn- og útlánum viðskiptabankanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil sveifla hefur verið á stýrivöxtum seinustu þrjú ár, vegna heimsfaraldar og stríðs í Evrópu meðal annars. Þar sem vextir viðskiptabankanna fylgja stýrivöxtunum er forvitnilegt að skoða hver fylgnin er þar á milli, hve vel fylgdu bankavextir stýrivöxtum
    í þessum miklum sveiflum sem hafa verið síðustu þrjú ár.
    Markmið rannsóknarinnar var að athuga hver þessi fylgni er og bera saman
    tímabilin þar sem var lækkun, við tímabil þar sem var hækkun. Rannsóknarspurningin sem er lögð fram er: ,,Hver er fylgnin á milli stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands og vaxtabreytinga á inn- og útlánum viðskiptabankanna?‘‘
    Höfundur veit ekki til þess að svipuð rannsókn hefur verið gerð hérlendis en það fundust þrjár erlendar rannsóknir við vinnslu verkefnisins. Erlendu rannsóknirnar notuðust þó við aðra tölfræðilega útreikninga en þó er hægt að bera niðurstöður þeirra
    og kenningar að hluta til saman við niðurstöður þessarar rannsóknar.
    Til þess að svara þessari spurningu var notast við tölfræðilega útreikninga. Gerð var aðhvarfsgreining og núlltilgáta lögð fram. Skýringarhlutfall var skoðað, til að skoða hver fylgnin er á milli stýrivaxtabreytinga og bankavaxtabreytinga. P-gildið var reiknað
    til að sjá hvort tölfræðilegir útreikningar væru marktækir og hægt að hafna núlltilgátunni.
    Í flestum tilfellum benda niðurstöður aðhvarfsgreiningarinnar til þess að 90% breytinga á vöxtum bankanna séu vegna áhrifa stýrivaxtabreytinganna. Þegar samanburður var gerður á milli lækkunartímabils og hækkunartímabils stýrivaxtanna voru ekki afgerandi niðurstöður um betri fylgni hjá öðru hvoru tímabilinu.

Samþykkt: 
  • 15.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurTheodoraSigbjornsdottir_BS_lokaverk.pdf1,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.