is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45193

Titill: 
 • Fyrirtæki framtíðarinnar
 • Titill er á ensku The Company of the future
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur átt sér mikil þróun á upplýsingatækni og markaðsumhverfi fyrirtækja. CRM eða stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla er aðferðafræði sem mörg fyrirtæki hafa tekið upp hjá sér til að sporna við kröfum markaðarins og vera í takt við þá þróun sem á sér stað. CRM aðferðafræðin hefur skilað fyrirtækjum góðum árangri í samskiptum og varðvörslu gagna um viðskiptavini sína sem hefur skilað fyrirtækjum arðbærari rekstri, minnkað brottfall núverandi viðskiptavina, skilvirkari verkferlum og auðveldað starfsfólki að vinna vinnu sína.
  Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver hugsanlegur ávinningur fyrirtækisins Daga hf. væri að taka upp stefnumiðaða stjórnun viðskiptatengsla. Því var rannsóknarspurningin: „Hver er hugsanlegur ávinningur stefnumiðaðrar stjórnunar viðskiptatengsla fyrir fyrirtækið Daga hf.?“ sett fram. Til að komast nær því hver hugsanlegur ávinningur fyrirtækisins væri framkvæmdi rannsakandi eigindlega rannsókn sem fólst í því að taka viðtöl við starfsmenn fyrirtækisins Daga hf. ásamt CRM sérfræðingum. Svör úr viðtölunum áttu að varpa ljósi á hver hugsanlegur ávinningur fyrirtækisins væri með því að taka upp stefnumiðaða stjórnun viðskiptatengsla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ef fyrirtækið hefur skýra CRM stefnu, markmið fyrirtækisins eru skýr og starfsfólk þess virkjað getur ávinningurinn af stefnumiðaðri stjórnun viðskiptatengsla verið mikill fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið er í uppbyggingu CRM kerfis og verkefnið komið af stað. Fyrirtækið finnur þörfina fyrir breyttar áherslur og verkferla. Mikil vinna er fram undan hjá fyrirtækinu vegna innleiðingar CRM kerfis. Engin CRM stefna er til staðar innan fyrirtækisins og ekki hafa verið sett fram skýr markmið. Starfsfólk fyrirtækisins er misvel upplýst um komandi breytingar. Fyrirtækið er að byggja upp CRM kerfið sitt eins og staðan er í dag og vonast rannsakandi til þess að rannsókn þessi geti aðstoðað fyrirtækið fyrir komandi verkefni tengd CRM innan fyrirtækisins.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, there has been a great development in information technology an the marketing environment of companies. CRM or customer relationship management is a methodology that many companies have adopted in order to keep up eith the demands of the market and to be in line with the trends that are taking place. The CRM methodology has brought companies good results in communication with their customers and analysing customers data which have brought companies more profitable operations, reduced churn of existing customers, more efficient work processed and made it easier for employees to do their work.
  The aim of the research was to find out what the benefits of the company Dagar hf. would be in adopting customer relationship management. Therefor the research question was „What are the benefits of customer relationship management for the company Dagar hf.“? To get closer to what the company´s benefits were the researcher interviewed the company´s employees along with CRM experts. Answers from the interviews were supposed to shed light on what the company´s benefits would be by adopting customer relationship management.
  The results of the study revealed that if the company has a clear CRM strategy, the company´s goals are clear ad it´s employees are engaged, the benefits of strategic customer relationship management can be great for the company. The company is building a CRM system so the project is already in motion. The company feels the need for changed priorities and work processes. The company has a lot of work to do before implementing the CRM system. There is no CRM strategy in place within the company and no clear goals have been set. The researcher hopes that this study can help the company for future projects related to CRM within the company.

Samþykkt: 
 • 15.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThelmaRutSvansdóttir_BS_lokaverkefni.pdf712.07 kBLokaður til...01.01.2043HeildartextiPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað vegna viðkvæmra upplýsinga.