is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45194

Titill: 
  • Áskoranir við stjórnun á löngum gönguleiðum á Íslandi
  • Titill er á ensku Challenges in Management of Long Distance Hiking Trails in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gönguferðamennska hefur vaxið hratt á heimsvísu á undanförnum árum. Margir vilja stunda útivist í íslenskri náttúru og eru göngur ákjósanleg leið til þess. En með sífelldri fjölgun ferðamanna á liðnum áratugum hefur skapast aukið álag á gönguleiðir landsins og nú er svo komið að margar þeirra eru orðnar umhverfisstjórnunarlegt vandamál.
    Í þessari ritgerð eru langar gönguleiðir á Íslandi rannsakaðar sem viðfangsefni umhverfisstjórnunar sem enn er óformgert í íslenska stjórnkerfinu. Langar gönguleiðir ganga oft þvert á stjórnsýslueiningar og því geta gilt ólík lög og reglur um svæðin þar sem þær liggja og eru umsjónar- og ábyrgðaraðilar mismunandi eftir því. Þær geta auk þess legið gegnum svæði með mismunandi landréttindum, svo sem eignarland og þjóðlendur og farið um friðlýst svæði. Margir aðilar með ólíka hagsmuni koma því oft að stjórnun mismunandi hluta gönguleiðanna og því getur verið áskorun að ná utan um þær sem eina heild.
    Laugavegurinn á hálendi Íslands, þekktasta og vinsælasta langa gönguleið landsins, er dæmi um slíkt flækjustig. Áhyggjur af ástandi hans fara vaxandi og rannsóknir benda til að gönguleiðin sé farin að nálgast þolmörk sín. Laugavegurinn er viðfang rannsóknarinnar og greining á gönguleiðinni er nýtt til að leggja fram tillögu að stjórnun langra gönguleiða á Íslandi.
    Eigindlegri aðferðarfræði var beitt og hálfstöðluð viðtöl voru tekin við helstu haghafa til að leggja mat á stöðuna á löngum gönguleiðum á landinu og skoða þörf, áskoranir og lausnir á því hvernig stuðla megi að sjálfbærri ferðamennsku á löngum gönguleiðum með markvissri stjórnun.
    Niðurstöðurnar eru notaðar til að sýna fram á nauðsyn þess að setja stjórnkerfi um langar gönguleiðir á Íslandi og að verndun og nýting geti farið saman ef stjórnun er vel skilgreind og henni beitt af skilvirkni og skynsemi. Að síðustu er sett fram tillaga um stjórnkerfi fyrir langar gönguleiðir á Íslandi sem byggir á samstjórn (e. co-management).

  • Útdráttur er á ensku

    Nature-based tourism has been growing fast worldwide in recent years and many people seek to enjoy Icelandic nature through hiking. But with the increased number of tourists in the last decades, the pressure on the country's hiking trails has grown such that many of them have become an environmental problem.
    This research looks at long distance hiking trails in Iceland as a management issue that is still unformalized in the Icelandic government system. Different laws and regulations apply to areas where hiking trails run, either on private or public lands, and inside and outside national parks and protected areas. Many stakeholders with different interests are often involved in the management of different parts of the hiking trails, and this can be a challenge to coordinate.
    Laugavegurinn in the Icelandic Highlands, the best-known and most popular long distance hiking trail in the country, is an example of such complexity. Research shows that concerns about his condition are growing. Laugavegurinn is used as a case study.
    Qualitative methodology was used, and semi-structured interviews were conducted to assess the current situation of long distance hiking trails in Iceland and to examine the need, challenges, and solutions on how to promote sustainable tourism on the trails through management.
    The results are used to demonstrate the need to establish a management framework for long distance hiking trails in Iceland and show that protection and utilization can go hand in hand if management is well defined and applied efficiently and sensibly. Finally, a proposal for a management framework for long distance hiking trails in Iceland based on co-management is presented.

Samþykkt: 
  • 16.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_Greta_Maria_Bergsdottir.pdf769,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlysing.pdf1,19 MBLokaðurYfirlýsingPDF