is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45201

Titill: 
 • Starfshönnun og starfstengd viðhorf lífeindafræðinga
 • Titill er á ensku Job design and job related attitudes among biomedical scientists
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lífeindafræðingar stunda rannsóknir og greiningar á lífsýnum og eru nokkuð falin stétt innan heilbrigðiskerfisins. Lítið er til af rannsóknum um starfshönnun og upplifun hjá lífeindafræðingum og þessi rannsókn er liður í að bæta úr því. Markmiðið er að auka þekkingu á þáttum sem lúta að starfshönnun og viðhorfi til starfsins meðal lífeindafræðinga og bera þær niðurstöður saman við svör hjúkrunarfræðinga á sömu þáttum.
  Hönnun starfa tekur m.a. á verkefnum, þekkingu, ábyrgð, samskiptum og tækni auk tímaramma og samþættingu við önnur störf. Sýnt hefur verið fram á að starfshönnun hefur mikil áhrif á upplifun og hegðun starfsmanna. Viðurkenndir og áreiðanlegir spurningalistar um starfshönnun, starfsánægju, kulnun og áform um starfslok sem áður höfðu verið notaðir hér á landi í alþjóðlegri rannsókn voru lagðir fyrir lífeindafræðinga snemma árs 2023. Þetta er megindleg samanburðarrannsókn þar sem svör 65 lífeindafræðinga voru rýnd og borin saman við svör 82 hjúkrunarfræðinga úr alþjóðlegu rannsókninni frá árinu 2018.
  Helstu styrkleikar í starfshönnun, að mati lífeindafræðinga í þessari rannsókn, eru að störfin eru mikilvæg, sérhæfð, fjölbreytt og flókin þar sem þekking lífeindafræðinga nýtist og þeir hafi góðan félagslegan stuðning. Hjúkrunarfræðingar og lífeindafræðingar álíta sig vinna ámóta flókin störf og hafa álíka mikla þekkingu og félagslegan stuðning til þess að sinna þeim. Helstu veikleikar eru að lífeindafræðingar fá takmarkaða endurgjöf bæði frá starfinu sjálfu sem og frá samstarfsfólki. Þá hafa þeir takmörkuð áhrif á hvernig þeir vinna vinnu sína. Líkamlegt álag virðist vera helsti veikleiki hjá hjúkrunarfræðingum en notkun flókinna tækja hjá lífeindafræðingum. Starfsánægja þessara stétta er nokkuð mikil en hjúkrunarfræðingar finna aðeins oftar fyrir kulnunareinkennum og eru marktækt líklegri en lífeindafræðingar til að áforma starfslok.

 • Útdráttur er á ensku

  Biomedical scientists research and analyze biological specimen and are a somewhat hidden part of the medical profession. Research of the job design and overall job satisfaction for biomedical scientists is scarce and this study will be a part of remedying this. The goal of this study is to increase the amount of data on job design and job satisfaction within the field of biomedical science and to compare the results with the answers of nurses to the same questions.
  Job design addresses factors such as tasks, knowledge, responsibility, communication, and technology in addition to time frame and interdependence with other jobs. Job design has been proved to have great influence on employees’ job satisfaction and behaviour. The questionnaire lists used here are approved and reliable about job design, job satisfaction, burnout and turnover intention, that had previously been used in Iceland as part of an international study, were administered to biomdedical scientists in early 2023. This is a comparative study in which the answers of 65 biomedical scientists were referenced and compared with the answers of 82 nurses from the international study conducted in 2018.
  The main strengths are, according to biomedical scientists in this study, that their jobs as important, specialized, diverse, and complex; where their specialty is in active practice, and they have good social support. Nurses and biomedical scientists feel that their jobs are equal in importance and social support. The main weaknesses are that biomedical scientists receive a limited amount of feedback from their co-workers as well as from the job itself. They also have a limited impact on how they execute their work. Physical demands seem to be the main strain on nurses but the use of complex equipment the biggest strain on biomedical scientists. Job satisfaction among both groups is rather high although nurses tend to show symptoms of burnout more frequently than biomedical scientists and are considerably more likely to show turnover intention.

Samþykkt: 
 • 16.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LóaBjörkÓskarsdóttir_ML_lokaverkSkemman.pdf579.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.