is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45202

Titill: 
  • Áherslur og eiginleikar stjórnenda í upplýsingatækni
  • Titill er á ensku Emphasis and traits of Information Technology leaders
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í atvinnulífi og mótar skipulagsheildir og starfsumhverfi þeirra. Innan upplýsingatækni starfar fjölbreyttur hópur þekkingarstarfsmanna og er vaxandi eftirspurn eftir fjölbreyttu vinnuafli. Mikilvægt er að áherslur í stjórnun og forystu skapi menningu þar sem starfsmaður finnur að hann fellur inn í teymi, er ánægður og vinnur út frá styrkleikum sínum. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um stjórnun á þessu sviði og var ákveðið að gera eigindlega rannsókn með viðtölum við stjórnendur í upplýsingatækni til að fá djúpa innsýn í reynslu þeirra og áherslur. Gögn voru greind með þemagreiningu og fram komu þrjú þemu sem lýsa persónueinkennum og áherslum viðmælenda í stjórnun ásamt fjölbreytileika starfsmanna: 1) Einkenni stjórnenda, 2) Áherslur stjórnenda og 3) Fjölbreytileiki. Niðurstöður sýna að stjórnendur í upplýsingatækni líta á sig sem hreinskilna, kappsama, nákvæma og sanngjarna og nýta aðferðir sem tengjast umbreytingaforystu og þjónandi forystu. Fram kemur að starfsmenn hafa mismunandi persónueinkenni og vilja axla ábyrgð og kalla sjálfir eftir stuðningi stjórnenda. Niðurstöður veita vísbendingar um að styrkja þurfi almenna upplýsingagjöf stjórnenda ásamt því að styrkja menntun þeirra í stjórnun. Þá benda niðurstöður til þess að efla þurfi leiðtogastíla sem styðja við inngildingu og menningu skipulagsheilda þar sem hugað er að hvötum fjölbreytts hóps úthverfra og innhverfra einstaklinga með stuðningi, jafningjabrag og innihaldsríku starfsumhverfi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið framlag til þekkingar á sviði stjórnunar í upplýsingatækni miðað við áherslur stjórnenda og fjölbreytileika starfsfólks. Mikilvægt að rannsaka efnið enn frekar.

  • Útdráttur er á ensku

    Information technology is an important part of business, shapes organizations and their working environment. Diverse group of knowledge workers work within IT and a growing demand is for a diverse workforce. It is important that emphasis in management and leadership creates a culture where employees feel they fit in, are happy and work based on their strengths. Not many studies are available in this country about management in IT. Was it decided to conduct qualitative research, interviewing managers in IT and get deep insights into their experiences and priorities. Data was analysed using thematic analysis and three themes emerged describing interviewees' personality traits, management priorities and employee diversity: 1) Managerial characteristics, 2) Managerial emphasis and 3) Diversity. Results show that IT managers see themselves as honest, enthusiastic, precise, reasonable and use strategies related to transformational and servant leadership. It is stated that employees have different personality traits, want responsibility, and call for management's support themselves. The results provide evidence that information disclosure and education in management needs to be strengthened by managers. The results also indicate that leadership styles that support inclusiveness and culture of organizations, need to be strengthen where motivations of diverse group of extroverts and introverts are considered with support, peer support and meaningful work environment. The results of the study can be a contribution to knowledge in the field of management in IT based on managers priorities and employee’s diversity. Important is to research topic further.

Samþykkt: 
  • 16.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnarMarMagnusson_MS_lokaverk.pdf643.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.