is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45205

Titill: 
  • Að auka eigið fé : er hægt að spara á verðbólgutímum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér á landi hefur verðbólga hækkað verulega undanfarin ár sem hefur leitt til að peningamáttur flestra einstaklinga hefur rýrnað. Megintilgangur rannsóknarritgerðarinnar miðar að því að kanna hvort hægt sé að spara og auka eigið fé á verðbólgutímum og ef svo er, hvaða valkostir eru í boði fyrir hinn almennan fjárfesti í dag. Til þess að rannsaka nánar sparnaðarhegðun einstaklinga á verðbólgutímum og hvort hægt sé að auka eigið fé var beitt bæði megindlegum og eigindlegum rannsóknum. Eigindlegi hlutinn var í formi djúpviðtala við þrjá sérfræðinga í faginu, og megindlegi hlutinn var í formi spurningakönnunar þar sem þátttakendur voru 204 talsins. Spurningarnar miðuðu að því að fá innsýn í hvort einstaklingum og sérfræðingum finnst mögulegt að varðveita sparnaðinn sinn og auka eigið fé á verðbólgutímum, og hvaða aðferðum og ráðstöfunum hægt væri að beita. Með könnunum, viðtölum við sérfræðinga á sviðinu og ritrýndum heimildum, býður þessi rannsókn upp á yfirgripsmikla greiningu á sparnaðarháttum á verðbólgutímum. Niðurstöður rannsóknirnar leiddu í ljós að það er bæði hægt að spara og auka eigið fé á verðbólgutímum. Til þess að geta verndað verðmæti sparnaðar síns gegn verðbólgu þurfa einstaklingar að taka upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir og kynna sér mismunandi sparnaðarleiðir.
    Lykilorð: Verðbólga, verðbólgutími, verðbólguspár, fjármál, eigið fé, sparnaður, sparnaðarleiðir, fjárfestingarleiðir, verðtrygging.

Samþykkt: 
  • 16.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð - Silvía Rose.pdf603.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna