is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45210

Titill: 
  • Áskoranir í uppbyggingu kvennastarfs í íþróttum : sjónarhorn lykilfólks Stjörnunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íþróttir kvenna eru í stöðugum vexti og er sífellt verið að leggja meiri og meiri vinnu til að lyfta þeim á hærra plan. Margar áskoranir og hindranir hafa staðið í vegi fyrir þeirri vinnu, en þróunin er að jafnaði jákvæð. Þar má nefna til að mynda að umfjöllun um íþróttir kvenna hefur aukist til muna og aðdáendum fjölgað. Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ hefur á síðustu árum lagt mikinn kraft í uppbyggingu kvennastarfs í körfubolta eftir að hafa dregið kvennalið sitt úr úrvalsdeild árið 2019. Í uppbyggingarstarfi sem þessu koma upp ýmsar áskoranir sem Stjarnan hefur þurft að takast á við og gerir enn. Rannsókn þessi snýr að því að kanna hverjar séu helstu áskoranir í uppbyggingu öflugs kvennastarfs í íþróttafélagi og hvort hægt sé að draga almennan lærdóm af tilraunum Stjörnunnar á undanförnum árum, bæði vel heppnuðum og misheppnuðum. Til þess að rannsaka það voru tekin viðtöl við sex lykilaðila innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til að greina viðtölin við viðmælendur og fundin þemu út frá þeim Þau þemu voru þjálfarinn, leikmaðurinn, félagið og umhverfið. Þeir aðilar sem koma að því starfi telja að lykillinn að árangri sé að vera með góða og metnaðarfulla þjálfara innan raða sinna, að iðkendum finnist gaman að stunda íþróttina, sem veldur því að iðkendur haldast lengur í henni og að árangurinn fylgi í kjölfarið. Þeir telja að helstu áskoranirnar séu meðal annars bæði of mikil eða of lítil þátttaka foreldra í íþróttinni, brottfall unglinga á menntaskólaaldri úr íþróttum, að jafnt sé komið fram við bæði kyn innan félagsins og almennur áhugi á íþróttum kvenna.
    Lykilorð: kvennaíþróttir, uppbyggingarstarf, körfuknattleikur, yngri flokkar, áskoranir

Samþykkt: 
  • 16.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.sc ritgerð.pdf353,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna