is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45211

Titill: 
  • „Það er ekki stormurinn, það er hvernig þið takist á við vandann“ Hver eru möguleg áhrif umfjöllunarinnar sem átti sér stað í kjölfar krísu Icelandair?
  • Titill er á ensku „It it not the storm, it is how you handle it“ What are the possible effects of the coverage that took place following the Icelandair crisis?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í desember 2022 skall á ofsaveður hér á landi og í kjölfar þess lenti flugfélagið Icelandair í krísu þar sem að Reykjanesbrautin var ófær í þrjá daga. Svona atvik hefur ekki komið fyrir áður þar sem aðstæður eru þannig að hægt er að lenda flugvélum á vellinum og taka á loft. Flugvöllurinn var því fullkomlega starftækur en ekki var gert ráð fyrir því í veðurspám flugfélagsins að ófært yrði til og frá flugvellinum. Afleiðingarnar urðu þær að farþegar voru strandaglópar í yfirfullri flugstöð, ekki var nægilega mikill hiti á flugstöðinni auk þess að allur forði kláraðist hratt. Atvikið fékk töluverða athygli og umfjöllunin var mikil á fréttamiðlum og samfélagsmiðlum. Notast var við eigindlega rannsókn þar sem tekið var viðtal við Sigríði Ástþórsdóttur, starfsmann Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, og Guðna Sigurðsson, samskiptafulltrúa hjá Icelandair, til að fá innsýn í þær ákvarðanir sem voru teknar í aðdraganda og í kjölfar krísunnar og einnig hvort að flugfélagið væri með breytt skipulag þegar kemur að krísustjórnun þar sem að þetta atvik er fordæmalaust. Einnig var notast við innihaldsgreiningu þar sem þær umfjallanir sem fundust um atvikið voru settar upp í töflu og flokkaðar eftir því hvort þær töldust vera neikvæðar eða jákvæðar. Það var gert í þeim tilgangi að meta möguleg áhrif á orðspor Icelandair og Íslands. Niðustöður leiddu í ljós að langflestar umfjallanir voru neikvæðar í garð Icelandair og Íslands, einnig leiddu niðurstöður í ljós að Icelandair vinnur að því að koma á stað teymi sem sinnir krísum eins og þessari, Icelandair játar mistök sín að hafa ekki skoðað veðurspánna í víðara samhengi. Flugfélagið vill ekki að það endurtaki sig og verður þetta atvik til þess að þau rýni betur í veðurspánna á mun stærra svæði.

Samþykkt: 
  • 16.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThelmaSifÞórarinsdóttir_BA_lokaverk.pdf2,51 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF

Athugsemd: Lokað tímabundið vegna trúnaðarsamnings