Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45217
Það að ganga eða labba er einföld hreyfing, sem er endurtekin og taktbundin. Í gegnum þessa hreyfingu öðlast einstaklingurinn tímabundið frelsi frá vinnu eða striti, og kannski einnig sífelldum hraða samtímans og þeim byrðum sem fylgja honum. Sá einstaklingur sem labbar um sitt eigið samfélag getur í gegnum það öðlast betri innsýn inn í tiltekið samfélag sem má svo færa rök fyrir að það hjálpi þeim einstakling varðandi listsköpun. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er litið til bókarinnar Walking eftir bandaríska rithöfundinn og heimspekinginn Henry David Thoreau frá árinu 1862. Hún er ein elsta heimildin um lab og ráf en þar setur hann fram sínar vangaveltur um labb í náttúrunni og hvaða áhrif það hefur á einstaklinginn sem part af samfélagi. Einnig hvernig það að labba hefur beinlínis áhrif á líkamann og lífsgæði einstaklingsins. Þá eru einnig sambærileg skrif franska heimspekingsins Rousseau skoðuð. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er labb í borg tekið til skoðunnar, aðallega út frá hugmyndafræði kanadíska-bandaríska rithöfundarins Jane Jacobs. Í ritgerðinni er upplifun höfundar af heilandi áhrifum labbsins tekin til fræðilegri skoðunnar, og velt er upp hvort að labb megi sjá sem á verkfæri til sjálfskoðunar, rannsókna eða listsköpunar. Hvað hefur verið skrifað um slíkt? Og hver eru tengsl labbs við frelsi og stöðu okkar sem einstaklinga í samfélaginu í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FINAL_BA RITGERÐ - ÞORSTEINN MUNI JAKOBSSON - 2021.pdf | 326,08 kB | Lokaður til...18.11.2121 | Heildartexti |